Plokkfiskur og hamborgarhryggur í uppáhaldi
Rakel býr í Kópavogi og ferðaðist til Tenerife í sumar þar sem hún fór í vatnsrennibraut. Það er það klikkaðasta sem hún hefur gert.
Nafn: Rakel Karen Ketilsdóttir.
Aldur: 9 ára.
Stjörnumerki: Vatnsberi.
Búseta: Kópavogur.
Skóli: Lindaskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Myndmennt, textíl og skrift.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kisa.
Uppáhaldsmatur: Plokkfískur og hamborgarhryggur.
Uppáhaldshljómsveit: Katy Perry og Taylor Swift.
Uppáhaldskvikmynd: Inside Out.
Fyrsta minning þín? Þegar systir mín, sem er þremur árum yngri en ég, fæddist.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, fimleika og mun læra á píanó í haust.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Lyfjafræðingur.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég fór í vatnsrennibraut sem kallast Tornado, hún er í Aqualand á Tenerife.
Ætlarðu að gera eitthvað skemmtilegt í sumar? Já, ég er búin að fara til Tenerife og svo fer ég á nokkur skemmtileg námskeið og til Akureyrar.