Tilvonandi smiður?
Hann Hallgrímur Ragnar er hress og kátur strákur sem hefur gaman af að smíða, æfa íþróttir og veiða fisk svo eitthvað sé nefnt.
Nafn: Hallgrímur Ragnar Hilmarsson.
Aldur: 8 ára.
Stjörnumerki: Krabbi.
Búseta: Reykholt, Biskupstungum.
Skóli: Bláskógaskóli.
Skemmtilegast í skólanum: Smíði.
Áhugamál: Veiða fisk og íþróttir.
Tómstundaiðkun: Ég er að smíða kofa, vinna í skemmunni hans pabba, æfa íþróttir.
Uppáhaldsdýrið: Refur.
Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur og steikt slátur með sykri.
Uppáhaldslag: Reykjavík er okkar.
Uppáhaldslitur: Blár og rauður.
Uppáhaldsmynd: Hobbit.
Fyrsta minningin: Þegar Greipur sagði að pabbi liti út eins og Hobbit, eða fæturnir hans.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert: Fara til útlanda.