Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fallegir vettlingar fyrir frostmorgna
Hannyrðahornið 18. desember 2017

Fallegir vettlingar fyrir frostmorgna

Höfundur: Handverkskúnst
Fallegir vettlingar á herrann prjónaðir úr Drops Karisma eiga eftir að koma sér vel á köldum dögum í vetur.
 
Dömuvettlinga í stíl má finna á garnstudio.com.
 
Stærð: M/L
 
Efni: DROPS KARISMA - 100 gr
Sokkaprjónar nr 3 og 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 22 lykkjur og 30 umferðir með sléttu prjóni verði 10x10 sm á prjóna nr 3,5.
 
Kaðlaprjónn.
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
 
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.
 
ÚTAUKNING:
Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. 
 
ÚRTAKA:
Fækkið lykkjum þannig (byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki): 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.
 
VETTLINGAR:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna.
 
HÆGRI VETTLINGUR:
Fitjið upp 48 lykkjur á sokkaprjóna nr 3 með Karisma og prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan þannig: Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 7 sm. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið *2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar saman, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar*, endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar, prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt, A.1 yfir næstu 14 lykkjurnar, prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar saman = 50 lykkjur á prjóninum. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3,5 og prjónið næstu umferð þannig: Prjónið 26 lykkjur slétt (= innan í lófa), A.2 (= 20 l) og 4 lykkjur slétt. Haldið svona áfram með mynstur. 
 
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA Þegar stykkið mælist 14 sm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við fyrstu lykkju í umferð fyrir þumal – lesið ÚTAUKNING að ofan. Aukið svona út hvoru megin við útauknu lykkjurnar í annarri hverri umferð, 5 sinnum til viðbótar = 62 lykkjur. Setjið nú 13 þumallykkjur á þráð/nælu. Haldið áfram hringinn eins og áður og fitjið upp 1 nýja lykkju aftan við þumal í næstu umferð = 50 lykkjur. Þegar vettlingurinn mælist ca 26 cm (mátið e.t.v. vettlinginn, nú eru ca 3 cm til loka), setjið 1 prjónamerki eftir fyrstu lykkju í umferð og 1 prjónamerki eftir 24 lykkjur. Fækkið nú um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið ÚRTAKA að ofan. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 3 sinnum og síðan í hverri umferð alls 2 sinnum – fækkið að auki um 2 lykkjur yfir hvern kaðal = 24 lykkjur. Prjónið lykkjurnar slétt saman 2 og 2 = 12 lykkjur. Prjónið lykkjurnar slétt saman 2 og 2 = 6 lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. 
 
ÞUMALL:
Setjið til baka 13 þumallykkjur af bandi á sokkaprjóna nr 3,5. Prjónið að auki upp 3 lykkjur aftan við þumal = 16 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til þumallinn sjálfur mælist um 5 sm (mátið e.t.v. vettlinginn, nú er eftir ca ½ sm til loka). Prjónið 2 umferðir slétt og prjónið allar lykkjur saman 2 og 2 í báðum umferðum = 4 lykkjur eftir á prjóni. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. 
 
VINSTRI VETTLINGUR:
Fitjið upp og prjónið eins og hægri, en aukið út fyrir þumal hvoru megin við 22. lykkju í umferð.
 
 
Endurlit
Hannyrðahornið 19. mars 2025

Endurlit

Þessi peysa er endurunnin, var hönnuð fyrir nokkrum áratugum en ástæða þótti til...

Hettutrefill
Hannyrðahornið 5. febrúar 2025

Hettutrefill

Hettutreflar eru mjög vinsælir núna. Þessi er prjónaður úr DROPS Daisy og DROPS ...

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.