Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kósý tími
Hannyrðahornið 17. október 2017

Kósý tími

Fallegt heklað teppi fyrir litlu krílin í vetur. 
 
Kósý tími frá DROPS Design:
Barnateppi með gatamynstri.
 
Heklað teppi.
DROPS Design: Mynstur e-077-by
Garnflokkur A sem er meðal annars Baby Merino, Flora, Nord sem er mjög skemmtilegt í teppi.
 
Mál: Breidd: ca 65 cm. Lengd: ca 81 cm.
Efni:
DROPS SAFRAN frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
350 g litur 50, ísblár
Einnig er hægt að hekla stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.
DROPS HEKLUNÁL NR 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 21 stuðlar og 12 umferðir verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
 
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4.
 
HEKLLEIÐBEININGAR:
Í hverri umferð er fyrsta stuðli skipt út fyrir 3 loftlykkjur.
 
TEPPI:
Heklið 163 loftlykkjur með heklunál 3,5 með Safran. Heklið 1 stuðul í 4. Loftlykkju frá heklunálinni (= 2 stuðlar), 1 stuðull í hverja og eina af 5 næstu loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja og eina af 6 næstu loftlykkjum *, endurtakið frá *-* út umferðina = 139 stuðlar – LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið A.1 (= 6 stuðlar), A.2 yfir næsta stuðul, heklið A.3 yfir næstu 126 stuðla (= 21 mynstureiningar 6 stuðlar) og endið með A.4 (= 6 stuðlar). Haldið svona áfram með mynstur.
ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Klippið frá og festið enda þegar stykkið mælist ca 81 cm (= ca 9 mynstureiningar af mynstri á hæðina).
 
 
 
Kveðja,
stelpurnar Gallery Spuna
Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...

Önnu-peysa
Hannyrðahornið 15. maí 2024

Önnu-peysa

Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 12

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL