Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kjúklingabringur í kókosbaði og kornflexleggir
Matarkrókurinn 20. mars 2014

Kjúklingabringur í kókosbaði og kornflexleggir

Kjúklingur er vinsæll og hentar fyrir alla aldurshópa. Hér eru tvær uppskriftir þar sem bringur eru baðaðar í kókosmjólk og síðan kjúklingaleggir í kornflöguhjúpi. Uppskrift að hummus úr kjúklingabaunum fylgir í kaupbæti.
Fyrir þá sem eru ævintýragjarnir er óhætt að krydda kjúklinginn með framandi kryddum til þess að hrista upp í hversdeginum.


Það er stundum hagkvæmt að kaupa heila kjúklinga og ágætis úrbeiningaræfing að skera bringurnar úr og hluta fuglinn í parta.

Sesamgljáð kjúklingabringa

  • 4 kjúklingabringur
  • 1 búnt basil eða önnur kryddjurt
  • 50 ml ólífuolía
  • Salt og pipar
  • 400 g sætar kartöflur
  • 400 g gulrætur
  • 50 ml sojasósa
  • 1 dós kókosmjólk

Kjúklingurinn er brúnaður á heitri pönnu í olíu og kryddaður til með salti og pipar. Eldað í ofni þar til kjarnahiti er orðinn 70 °C eða í um 12 mín. í 190 °C heitum ofni.
Setjið bringurnar aftur á pönnu eftir eldun, hellið kókosmjólkinni og sojasósunni yfir þær ásamt ristuðum sesamfræjum.


Sætu kartöflurnar og gulræturnar ristaðar á pönnu og loks bakaðar í ofni þar til þær eru orðnar mjúkar. Kryddið með salti og pipar.

Kjúklingalæri í stökkum raspi

  • 8-10 kjúklingaleggir eða heill
  • kjúklingur bitaður niður
  • 5 dl kornflögur
  • 2 egg
  • salt og pipar
  • 2 msk. hvítlaukur
  • 2 msk. olía

Hitið ofninn í 200 °C. Myljið kornflögurnar smátt og veltið upp úr eggi sem búið er að blanda saman við krydd. Þerrið kjúklingaleggina og kryddið þá með salti og pipar.


Blandið olíunni og hvítlauknum saman og veltið leggjunum upp úr blöndunni. Veltið þeim síðan upp úr muldu kornflögunum og þrýstið þeim vel að leggjunum.


Raðið leggjunum í eldfast fat og dreifið afganginum af flögunum yfir. Setjið í ofninn og bakið í 35 mínútur eða þar til leggirnir eru gegnsteiktir.


Gott er að bera leggina fram með maísflögum.

Mexíkómeðlæti: Tómatsalsa, sýrður rjómi og avókadó (lárpera) ásamt góðu salati.

Hummus

  • 1 dós soðnar kjúklingabaunir
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 1 pressað hvítlauksrif
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. svartur pipar
  • ¼ tsk. cayenne-pipar
  • 1 tsk. kummin
  • 1½ msk. tahini (sesammauk)
  • handfylli söxuð steinselja
  • örlítið vatn

Kjúklingabaunirnar maukaðar í matvinnsluvél. Öllu hinu blandað saman við og hrært eða maukað vel saman.

4 myndir:

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja
Matarkrókurinn 29. júlí 2024

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja

Hásumar á Íslandinu fagra, á góðum degi, sólin skín jafnvel, kannski er ekki háv...

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...

Reykt svín og remúlaði
Matarkrókurinn 6. júní 2024

Reykt svín og remúlaði

Munurinn á heitreyktum og kaldreyktum mat er heilmikill.