Lambahryggur með sítrónubættri steinseljusósu, bökuðu grænmeti og kartöflum
Hráefni
1 lambahryggur
1 tsk. sítrónupipar eða venjulegur
1 msk. rifinn sítrónubörkur
1 msk. steinselja, smátt söxuð
1 1/2 tsk. Maldon-salt
Leiðbeiningar
Fylgið skref fyrir skref leiðbeiningumog kryddið síðan hrygginn á öllum hliðum með sítrónupipar.
Steikið á fituhliðinni á velheitri pönnu í 2-3 mín. eða þar til fitan er orðin falleg brún.
Snúið þá hryggnum og steikið á öllum hliðum þar til hann verður fallega brúnn.
Setjið hrygginn í ofnskúffu og bakið við 180°C í 20-25 mín.
Lambasoð:
beinin af hryggnum og afskurður
vatn
Hitið ofninn í 200°C.
Setjið lambabein g afskurð í ofnskúffu og bakið í u.þ.b. 15-20 mín. í ofninum eða þar til beinin eru orðin vel brúnuð og allt að því brennd.
Færið beinin þá í pott og hellið vatni í pottinn þannig að rétt fljóti yfir beinin.
Sjóðið við væganhita í 1 klst.
Veiðið alla fitu og froðu ofan af soðinu á meðan það sýður.
Sigtið þá soðið og sjóðið niður þar til 4 dl eru eftir.
Sítrónu- og steinseljusósa:
½ dl vatn
2 msk. sykur
1-2 msk. rifinn sítrónubörkur
2 msk. sítrónusafi
4 dl lambasoð
sósujafnari
2 msk. steinselja, smátt söxuð
40 g kalt smjör í teningum
salt
nýmalaður pipar
Setjið vatn í pott ásamt sykri ogsjóðið í u.þ.b. 5 mín. eða þar til sykurinn er orðinn fallega gullin brúnn.
Bætið þá sítrónuberki, sítrónusafa og lambasoði í pottinn og látið sjóða í 2 mín.
Þykkið soðið með sósujafnara.
Setjið steinselju og smjörsaman við að lokum og takið pottinn af hellunni.
Hrærið í þar til smjörið hefur bráðnað.
Smakkið til með saltio g pipar.
Bakað grænmeti og kartöflur:
200 g bökunarkartöflur, í bátum
200 g sætar kartöflur, skrældar og skornar í bita
250 g sellerírót, skræld og skorin í bita
250 g gulrætur, skornar í bita
250 g steinseljurót, skræld og skorin í bita
½ dl olía
2-3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. tímíanlauf
salt
nýmalaður pipar
Setjið allt í skál og blandið vel saman.
Setjið í eldfast mót og bakið við 180-200°C í 25 mín.
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon Stílisti: Guðrún Hrund