Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Pylsur, kartöflusalat og hvít súkkulaðikaka
Matarkrókurinn 19. maí 2016

Pylsur, kartöflusalat og hvít súkkulaðikaka

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
 
Nú er graslaukurinn kominn vel af stað og vex af miklum krafti.  Það er tilvalið að nota þennan vorboða í gott kartöflusalat og hafa með pylsum. 
 
Hér fylgir líka uppskrift að hvítri súkkulaði-hraunköku sem er vel þess virði að læra að baka.
 
Kartöflusalat
 
Graslaukurinn er farinn að vaxa. Það er til dæmis hægt að nota graslauk í gott kartöflusalat með pylsum. Jafnvel í heimagerðu smábrauði eða þeim gömlu góðu, en beikon og epli gefa þessu salati sérstakan karakter sem verður meira eins og kartöflurnar séu í aðalhlutverki í stað þess að vera bara meðlæti.
  • 2–3 bökunarkartöflur (eða litlar kartöflur)
  • 1 vænt búnt graslaukur, fínsaxað
  • 1 rauðlaukur, fínsaxaður
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1 msk. majónes
  • 2 msk. saxaðar súrar agúrkur
  • 3 msk. eplateningar
  • 1 msk. hakkað stökkt beikon
  • salt og pipar
 
Aðferð
Flysjið kartöflurnar, skerið í bita og sjóðið. Leyfið þeim að kólna aðeins. Setjið þær í skál, blandið eplum saman við og stráið stökku beikon yfir. Kryddið með salti og pipar. Setjið laukinn út í skálina og blandið saman. Bætið sýrða rjómanum og majónesi saman við. Kryddið til.
 
Best er að leyfa salatinu að standa í ísskáp í nokkrar klukkustundir áður en það er borið fram.
 
Sætar dvergpylsur
  • 4 heimalöguð pylsubrauð
  • 4 góðar pylsur (skornar í tvennt ef gera á dverg-partípylsur)
  • 1 rauðlaukur í sneiðum
  • 1 búnt gróft söxuð steinselja
  • sinnep og tómatsósa

Heimalagað pylsubrauð

Um 12 stykki
  • 1 kg hveiti
  • 1/2 lítri af vatni
  • 25 g ger
  • 90 g af sykri
  • 10 g salt
  • 1 egg
  • 80 g smjör
 
Aðferð
Blandið þurrgeri, sykri og salti saman við vatnið. Bætið hveiti smám saman við. Þegar um helmingi hveitisins hefur verið bætt við er það hnoðað í eggið og brætt smjör. Bætið svo rest af hveiti við, hnoðið deigið og látið hefast á hlýjum stað í 15–20 mínútur. Stórt brauð er 120 g og því dvergbrauð 60 g af deigi. Látið þau rísa aftur þangað til þau eru létt viðkomu. Bakið við 200 gráður í 12–14 mínútur. Brauðin ættu að vera ljósbrún þegar þau koma út úr ofninum.
 
Saxið steinselju gróflega og blandið við laukhringi.  Pylsaðu þig upp með þínu meðlæti – til dæmis rifnum osti.
 
Hvít súkkulaði-hraunkaka
Hraunkaka ætti ekki bara að vera til á fínum veitingastöðum. Þótt það sé sjaldgæft að hægt sé njóta hennar í heimahúsum þá er alls ekki óyfirstíganlegt að baka hana heima. Það þarf einungis svolítið hugrekki til að ráðast í verkefnið, svo er hægt að njóta hennar heima hvenær sem hentar. 
 
Miðjan er hálfbökuð þannig að hvítt súkkulaðið og eggjakremið lekur út, eins og seigfljótandi hraun, þegar skorið er í hana.
  • 1/2 bolli (250 g) hvítt súkkulaði (saxað)
  • 1/2 bolli (250 g) smjör
  • 1 bolli (250 g) flórsykur
  • 2 egg
  • 2 eggjarauður
  • 6 matskeiðar (90 g) hveiti og  
  • auka­lega til að strá inni í formin
  • vanilluís eða þeyttur rjómi
Aðferð
Hitið ofninn í 190 gráður.
Smyrjið form með matreiðslufitu, spreyúða eða smjöri og létt stráið inn í það með hveiti. Leggið formið á eldfast fat eða ofnplötu og setjið svo til hliðar.
 
Í örbylgjuofni eða vatnsbaði bræðið hvítt súkkulaði og smjör saman (í örbylgjuofn þarf að hræra á  30 sekúndna fresti þar til súkkulaðið og smjör eru brætt).
 
Hrærið flórsykur saman við og blandið vel. Deigið mun líta út fyrir að það sé að hlaupa í kekki. Bætið við eggjum og eggjarauðum og blandið áfram vel saman. Bætið hveiti við og hrærið öllu saman.
 
Hellið deiginu jafnt í form eða kaffibolla (sem búið er að smyrja).
 
Bakið í 11–13 mínútur, eða þar til brúnirnar eru stífar viðkomu. Þegar þú hristir formið á miðjan að vera enn örlítið mjúk. Fjarlægið úr ofninum og látið kólna í tvær mínútur. Skerið með litlum hníf í kringum brún formanna og hvolfið svo á disk.
 
Berið fram strax með ís og jafnvel kökuskrauti.

3 myndir:

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja
Matarkrókurinn 29. júlí 2024

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja

Hásumar á Íslandinu fagra, á góðum degi, sólin skín jafnvel, kannski er ekki háv...

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...

Reykt svín og remúlaði
Matarkrókurinn 6. júní 2024

Reykt svín og remúlaði

Munurinn á heitreyktum og kaldreyktum mat er heilmikill.

Eitthvað ofan á brauð
Matarkrókurinn 10. maí 2024

Eitthvað ofan á brauð

Ef smjör er ekki eitt af sjö undrum veraldar þá hlýtur það að vera númer átta. N...