Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gaman verður að sjá Fólkið í blokkinni á sviði Freyvangs. Þarna má sjá þau Karen Ósk Kristjánsdóttur, Svein Brimar Jónsson, Aðalbjörgu Þórólfsdóttur, Ingólf Þórsson, Helga Þórsson og svo sést glitta í hljómsveitarmeðlimi alla: Atla Rúnarsson, Bergsvein Þórsson, Björn Hreinsson og Bjarma Gunnarsson.
Gaman verður að sjá Fólkið í blokkinni á sviði Freyvangs. Þarna má sjá þau Karen Ósk Kristjánsdóttur, Svein Brimar Jónsson, Aðalbjörgu Þórólfsdóttur, Ingólf Þórsson, Helga Þórsson og svo sést glitta í hljómsveitarmeðlimi alla: Atla Rúnarsson, Bergsvein Þórsson, Björn Hreinsson og Bjarma Gunnarsson.
Menning 17. febrúar 2023

Fólkið í blokkinni

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Meistarar Freyvangsleikhússins hafa nú tekið sér fyrir hendur gamanleikinn Fólkið í blokkinni eftir hinn sívinsæla Ólaf Hauk Símonarson.

Fjallar verkið um sprenghlægilegar, þó raunsannar sögur sem allir geta ímyndað sér sem einhvern tíma hafa verið búsettir í blokk. Ákveða íbúar blokkarinnar að setja upp söngleik þar sem þau sjálf eru í aðalhlutverkum og má nefna Hárfinn hárfína, forsvarsmann hljómsveitarinnar Sóna, sem æfir stíft í kjallaranum á meðan Robbi húsvörður reynir ólmur að koma í veg fyrir að söngleikurinn komist á koppinn og hefur almennt allt á hornum sér.

Robbi húsvörður: Jón Friðrik Benónýsson, Valerí: Aðalbjörg Þórólfsdóttir auk Helga Þórssonar sem Hárfinns hárfína.

Skarpar og skemmtilegar mannlýsingar eru í hávegum hafðar og atburðarásin eftir því kostuleg. Formaður Freyvangsleikhússins, hún Jósý, Jóhanna Sigurbjörg Ingólfsdóttir, segir okkur að mikið stuð sé á sviðinu, hljómsveit og almennur hressleiki.

Frumsýningin verður þann 24. febrúar í Freyvangi og miðasala hjá tix.is og í síma 857-5598. Sýnt verður í átta skipti, klukkan 20.00, föstudaga og laugardaga frá frumsýningu þar til 18. mars næstkomandi og miðaverð er kr. 3500.

Skylt efni: freyvangsleikhús

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...