Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mikið er um að vera í leikhúsinu og ekkert hlutverk stærrra en annað. Hér að ofan má sjá þau Albert Snæ Tórshamar, Elí Kristin Símonarson, Valgerði Elínu Sigmarsdóttur og Maríu Sigurðardóttur leikstjóra á sviði. Hafþór Hafsteinsson og Arnar Gauti Egilsson vinna við sviðsmyndina. Næsta víst er að sýningin eigi eftir að gleðja gesti, enda þótt ævintýri Gosa sé gamalt er sagan síung og á alltaf við.
Mikið er um að vera í leikhúsinu og ekkert hlutverk stærrra en annað. Hér að ofan má sjá þau Albert Snæ Tórshamar, Elí Kristin Símonarson, Valgerði Elínu Sigmarsdóttur og Maríu Sigurðardóttur leikstjóra á sviði. Hafþór Hafsteinsson og Arnar Gauti Egilsson vinna við sviðsmyndina. Næsta víst er að sýningin eigi eftir að gleðja gesti, enda þótt ævintýri Gosa sé gamalt er sagan síung og á alltaf við.
Mynd / Aðsendar
Menning 29. október 2023

Gosi spýtustrákur

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Eitt ástsælasta ævintýri allra tíma um spýtustrákinn Gosa mun gleðja vini og velunnara leikfélags Vestmannaeyja.

Leikritið var samið á sínum tíma upp úr hinni þekktu ítölsku sögu Carlo Gollodi sem var útgefin seint á 19. öld, þó fleiri kannist ef til vill við Gosa úr ævintýraheimi Disney.

Ævintýrið er þroskasaga, enda lærir Gosi ýmislegt af reynslunni á ferðum sínum áður en hann ratar aftur í fang föður síns. Eins og flestir vita er faðir hans trésmiður sem óskaði þess afar heitt að eignast son og útbjó sér þess í stað trébrúðu.

Óskin rætist með hjálp álfkonu nokkurrar og ganga þeir feðgar í gegnum ýmsar þrautir áður en þeir ná saman sem faðir og sonur. Svo stingur Gosi af að heiman ... svona eiginlega óvart.

Verður verkið frumsýnt þann 10. nóvember, miðasölusíminn 852-1940 opnar miðvikudaginn 8. nóvember kl. 16 og sýnt verður í Kviku við Heiðarveginn að vanda. Önnur og þriðja sýning verða 11. og 12. nóvember klukkan 15 og svo er um að gera að fylgjast með fleiri sýningum, en þær verða um helgar.

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...