Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Miðnætursólin í Ásbyrgi í allri sinni dýrð.
Miðnætursólin í Ásbyrgi í allri sinni dýrð.
Mynd / Markaðsstofa Norðurlands
Menning 14. júní 2023

Hátíð töfra og sumarsólar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Miðsumarshátíð norrænna manna, Jónsmessan, fagnar sumarsólstöðum, birtu og yl. Sumarsólstaðir, eða lengsti sólargangur ársins, er þó 21. júní en Jónsmessan haldin þann 24. júní, sex mánuðum fyrir aðfangadag vegna tengingar hennar við kristni.

Er nafn Jónsmessunnar dregið af nafni Jóhannesar skírara og þýðir í raun messa Jóhannesar, en eins og við tengjum við hana í dag fyllt náttúrutöfrum og kyrrð, hátíð sumars, sólar og birtu. Hún hefur ætíð haft á sér ævintýralegan blæ, en aðfaranótt Jónsmessunætur er þekkt sem ein fjögurra nátta ársins sem magnaðastar þykja hvað varðar töfra á einhvern hátt.

Hinar eru jóla-, nýárs- og þrettándanótt. Þær eiga það sameiginlegt að vera í nánd við sólhvörf, sumars eða vetrar og á þeim flestum rætast draumar, dýr tala og allir yfirskilvitlegir hæfileikar og máttar koma í ljós, fólki til gleði eða ama auk þess sem óskasteinar, lausnarsteinar, draumagras, lásagras og huliðssteinar tala til hjörtu trúaðra á Jónsmessunni.

Það er að minnsta kosti víst að þessa messutöfra ættu menn að njóta til fulls, að minnsta kosti innra með sér.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...