Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Leikhópurinn ásamt Valgeiri Skagfjörð leikstjóra.
Leikhópurinn ásamt Valgeiri Skagfjörð leikstjóra.
Mynd / Aðsend
Menning 30. apríl 2024

Litla hryllingsbúðin

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú hefur eitt elsta áhugamannaleikfélag á landinu, Leikfélag Sauðárkróks, ákveðið að setja upp söngleikinn sívinsæla, Litlu hryllingsbúðina.

Leikfélagið, sem var stofnað þann 13. apríl 1888, hefur yfir árin haldið nokkuð góðum velli, frumflutt sýningar af öllu tagi og helst tvær árlega. Samkvæmt hefð, í kringum Sæluviku Skagfirðinga að vori og svo aðra, helst barnasýningu að haustlagi.

Fjallar Litla hryllingsbúðin um uppburðarlítinn ungan mann að nafni Baldur og hana Auði, en saman vinna þau í blómabúð. Auður á reyndar kærasta, tannlækni nokkurn sem nýtur þess bæði að klæðast leðri og beita hana ofbeldi. Kannast margir við lagið „Þú verður tannlæknir“, þar sem hann syngur um sadískt eðli sitt – og eins og þeir sem þekkja söguna vita, endar sá í kjafti mannætublóms. Það syngur einmitt fullum hálsi annað þekkt lag, „Gemmér“, en blómið keypti Baldur með það fyrir augum að selja í búðinni. Kemur fljótt í ljós að þessi annars sakleysislega jurt hefur þann eiginleika að geta talað auk þess sem hún nærist helst á fersku mannakjöti Baldri til mikils ama. Kraftur, gleði og glaumur einkenna sýninguna, en leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Frumsýning verður þann 28. apríl nk. og hægt er að panta hjá tix.is. Eins og er eru komnar sex sýningar í sölu en þær næstu verða dagana 29. apríl, svo 1., 3., 5. og 8. maí kl. 20.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...