Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Frá afhendingu verðlaunanna. F.h.: Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður SASS, Eyrún Helga Ævarsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, Carmen Diljá Eyrúnardóttir og Tim Junge, starfsmenn miðstöðvarinnar.
Frá afhendingu verðlaunanna. F.h.: Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður SASS, Eyrún Helga Ævarsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, Carmen Diljá Eyrúnardóttir og Tim Junge, starfsmenn miðstöðvarinnar.
Menning 29. nóvember 2023

Menningarverðlaun til Hornafjarðar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Menningarmiðstöð Hornafjarðar hlaut Menningarverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 en viðurkenningin var veitt á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í Mýrdalshreppi 26. október síðastliðinn.

„Mín fyrstu viðbrögð voru gleði og þakklæti fyrir viðurkenninguna og til þeirra, sem tilnefndu okkur. Við starfsmenn Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar tókum auðmjúk við þeim og eru þau okkur hvatning í að vinna áfram að öflugri menningarstarfsemi í sveitarfélaginu,“ segir Eyrún Helga Ævarsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvarinnar.

„Áhersla er lögð á barna- og fjölmenningu í okkar starfi og er aðgengi og inngilding einkunnarorðin. Við stöndum fyrir margs konar viðburðum, samkomum og klúbbastarfi þar sem aðgengi er markmiðið og leitast er við að ná til þeirra sem teljast til jaðarhópa. Barnastarfið okkar er fjölbreytt og blómlegt, m.a. listasmiðjur og náttúru- og menningarfræðsla með skoðunarferðum,“ segir Eyrún Helga enn fremur.

Menningarmiðstöðin starfrækir sex söfn í Sveitarfélaginu Hornafirði en þá erum við að tala um Listasafn Svavars Guðnasonar, héraðsskjalasafn, byggða-, náttúrugripa- og sjóminjasafn auk bókasafns. Þar er skráður og varðveittur menningararfur sveitarfélagsins ásamt því að kynna heimamönnum og gestum þeirra menningu, listir og sögu sveitarfélagsins. Atvinnu-, ferða- og rannsóknarsvið heyra undir stofnunina og starfa þau þvert á einingarnar.

„Árlega eru haldnir margir viðburðir á vegum Menningarmiðstöðvarinnar. Viðburðir stofnunarinnar eru haldnir í þágu menntunar, ígrundunar og ánægju en sífellt er leitast við að fylla anda íbúa og aðkomumanna innblæstri með menningu, fræðslu á menningararfi Austur-Skaftafellssýslu og kynningu á sveitarfélaginu sjálfu,“ segir Eyrún Helga.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...