Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýtt Skógræktarrit
Menning 4. júlí 2023

Nýtt Skógræktarrit

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Skógræktarfélag Íslands gaf út á dögunum fyrsta tölublað Skógræktarritsins 2023.

Í þessu riti, sem er eina fagrit landsins á sviði skógræktar, kennir
ýmissa grasa. Þar má fyrst nefna yfirlit yfir sögu nýtingar Þórsmerkursvæðisins, sem var að mestu friðað fyrir beit árið 1924, en alveg friðað eftir 1990. Miklar breytingar hafa verið í útbreiðslu birkis á þessum tíma. Í greininni sjást meðal annars myndir sem sýna sama svæðið um miðja öldina og aftur á liðnum áratug. Í annarri grein eru rannsóknir og þekking á eiginleikum birkis hérlendis til umfjöllunar.

Í ritinu er umfjöllun um veglega bók sem stendur til að gefa út á þessu ári. Hún fjallar um samskipti og samvinnu Íslendinga og Norðmanna á sviði skógræktar. Sagan er rakin aftur til landnáms, en eftir seinna- stríð komst mikill skriður á samvinnu þessara þjóða. Fólst það meðal annars í skiptiferðum, þar sem skógræktarfólk frá Íslandi fékk að kynnast skógræktarstarfi í Noregi, og norskt skógræktarfólk kom hingað til að miðla reynslu sinni. Höfundur bókarinnar er Óskar Guðmundsson, sem nýtur stuðnings ritnefndar skipuð sérfræðingum í sögu skógræktar
hérlendis og í Noregi.

Þar á eftir kemur grein sem fer yfir þann árangur sem hefur náðst í ræktun Hekluskóga. Þar hafa sex milljón plöntur verið gróðursettar frá árinu 2007. Markmiðið er að planta trjám á 4.000 hekturum á svæði vestan og norðan við Heklu.Evrópuaskur er viðfangsefni einnar greinar. Þar er meðal annars skoðað hvernig tréð birtist í goðafræði, hvernig hann nýtist sem smíðaviður, sem og hver saga hans er hérlendis. Þá eru fjölmargar myndir sem sýna stærstu tré landsins af þessari tegund. Gerð hefur verið könnun á gæðum og nýtingarmöguleikum íslensks viðar. Farið er yfir niðurstöður þeirrar rannsóknar, en þar eru meðal annars skoðuð atriði eins og rúmþyngd, beygjustyrkur og beygjustífni. Kápuna prýðir málverkið „Innri friður“, eftir Ernu Kristjánsdóttur.

Skylt efni: skógræktarritið

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...