Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gleðigangan í Reykjavík, gengið niður Skólavörðustíginn.
Gleðigangan í Reykjavík, gengið niður Skólavörðustíginn.
Mynd / Ragnar Th / Höfuðborgarstofa
Menning 12. júní 2023

Sól í hjarta, sól í sinni

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú þegar dagarnir hafa einkennst aðeins of lengi af gráma og rigningu gefur hver sólarglæta von um heitt og sólríkt sumar. Með það í huga er gott að rýna í dagskrá sumarsins og hlakka til betri tíðar.

Að venju eru sólstöðuhátíðir víðs vegar um landið og einhverjir velta sér í dögginni um Jónsmessuna. Bíladagar á Akureyri kitla aðra, þrjátíu ára afmæli Humarhátíðarinnar á Höfn ætti að verða lengi í manna minnum, Color Run hlaupið gleður marga – a.m.k. ef ekki rignir – og svo auðvitað hátíðir verslunar- mannahelgarinnar í bland við allar þær tónlistarhátíðir, Danska eða Franska daga, vökur og þess háttar sem fyrirfinnast.

Eitthvað er um réttindagöngur á borð við Druslugönguna í Reykjavík sem verður í ár haldin þann 23. júlí nk. Stendur Druslugangan fyrir því að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur.

Gleðigangan er önnur vel þekkt og vel sótt réttinda- ganga hinsegin fólks, kröfuganga sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, en einnig til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni. Er hún haldin í borgum víðs vegar um heim, þó ekki alltaf á sama tíma.

Á Íslandi hefur hún verið gengin í Reykjavík í ágústmánuði frá árinu 2000 sem hluti af Hinsegin dögum sem haldnir eru á sama tíma. Gleðigangan er að jafnaði gengin fyrsta laugardag eftir frídag verslunarmanna og upplagt að taka þátt í henni.

HÉR er svo örlítið yfirlit þess sem helst er á döfinni í júnímánuði hérlendis. Júlí og ágúst verða eðlilega næstir á dagskrá er líða tekur á sumarið og reynum við að fjalla um það helsta sem er á döfinni þá mánuði.

Þeir sem hafa upplýsingar um skemmtanir eða hátíðarhöld sem þeir vilja deila með öðrum mega hafa samband á netfangið sigrunpeturs@bondi.is.

Skylt efni: Hátíðir sumarsins

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...