Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Umhirða húðar í yfir hundrað ár
Menning 14. júní 2023

Umhirða húðar í yfir hundrað ár

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Þeir eru margir sem hafa reynt ýmsar húðvörurnar í gegnum árin, en að sama skapi fengið kunnuglegan sting í hjartað við að reka augun í bláu Nivea dósina meðal snyrtivarnings í hillum verslana.

Fyrir rúmum hundrað árum, árið 1911, hófu þýskir efnafræðingar að vinna með efnið eucerit sem efnafræðingur að nafni dr. Isaac Lifschütz hafði þróað. Eucerit virkar sem ýruefni (efni sem notað er þegar blanda þarf saman vatni og fitu) og sameinaði olíu og vatn í einstaklega fína, stöðuga blöndu.

Snjóhvítt og þétt í sér – er það ekki eitthvað?

Húðsjúkdómafræðingurinn og prófessorinn Paul Gerson Unna dáðist að sérfræðiþekkingu dr. Lifschütz á þessu sviði og kynnti hana fyrir dr. Oscar Troplowitz, efnafræðingi og meðstofnanda húðvörufyrirtækisins Beiersdorf í Þýskalandi. Sá síðarnefndi áttaði sig strax á því að þarna væri kominn hinn fullkomni grunnur fyrir rakadrjúkt og þétt húðkrem sem hann taldi markaðinn sárvanta. Og nafn kremsins lét ekki á sér standa, enda kremið snjóhvítt og því var nafnið NIVEA tilvalið enda komið frá latnesku orðunum nix, nivix sem þýðir snjór.

Það kom í ljós að dr. Troplowitz hafði rétt fyrir sér – markaðinn sárvantaði auðvitað Nivea krem.

Í desember 1911 var Nivea kremið loks kynnt heiminum en frá upphafi var það markmið dr. Troplowitz að þróa hágæða vörur sem væru á viðráðanlegu verði fyrir alla. Létu viðbrögðin ekki á sér standa enda margir sem þráðu mjúka og vel nærða húð.

Fyrir alla jarðarbúa

Ekki leið á löngu þangað til vinsældir Nivea kremsins ruku upp úr öllu valdi, en vegna gæða innihalds þess, ýruefnisins eucrit, hlaut kremið þann heiður að vera hið fyrsta sinnar tegundar sem hægt var að flytja út um allan heiminn án þess að það tapaði nokkru af gæðum sínum.

Aðeins þremur árum eftir að Nivea kremið kom á markað í Þýskalandi var það því fáanlegt í öllum heimsálfum og næstum helmingur af söluhagnaðinum kom erlendis frá. Til viðbótar var ákveðið, auk framleiðslunnar í Hamborg, að hafin yrði framleiðsla á því í Buenos Aires, Kaupmannahöfn, Mexíkó, Moskvu, New York, París og Sydney.

Á þessum tíma var hröð alþjóðleg útrás af þessu tagi fáheyrð í húðvöruiðnaðinum. Var Beiersdorf fyrirtækið að feta óþekktar slóðir, sem þýddi að oft þurfti að beita smá hugviti við kynningu Nivea á nýjum mörkuðum – enda nokkur menningarmunur á álfum heimsins þessa tíma.

Sem dæmi, í Suður-Afríku, þurftu allar auglýsingar að birtast á þremur tungumálum – ensku, súlú og xhosa. Í Bretlandi fór það svo að umbúðunum, bláu áldósinni sem við þekkjum svo vel, þurfti að breyta í plastumbúðir þar sem Bretar tengdu áldósir við skóáburð. Í köldum löndum eins og Austurríki var lögð áhersla á hversu vel kremið verndaði húðina fyrir snjó, vindi og rigningu – og svona mætti lengi telja.

Til verndar sólinni

Árin liðu og framleiðendur Nivea héldu áfram að aðlaga sig tímunum. Í kringum miðja síðustu öld hófst efnahagsleg velmegun sem í kjölfarið varð til þess að almenningur flykktist helst á sólarstrandir í fríum sínum. Þarna sáu forsvarsmenn Beiersdorf tækifæri til að framleiða það sem við þekkjum sem línuna Nivea Sun.

Það var líka um þetta leyti sem vísindamenn byrjuðu að tengja sólarljós við húðkrabbamein og húðskemmdir á borð við ótímabæra öldrun. Þessar uppgötvanir hvöttu vísindamenn Beiersdorf til að þróa tímamótavörur sem gætu mögulega verndað fólk fyrir slæmum áhrifum sólarinnar og auðveldara fyrir að njóta veðurblíðunnar á öruggan hátt.

Á næstu áratugum leiddi bylting þeirra til fjölda nýjunga í húðvörum, þar á meðal:

  • Sólarvörn með SPF, eða sólarvarnarstuðli
  • Sólarvarnaúða
  • Rakagefandi sólarvörn fyrir andlit undir NIVEA Sun Visage línunni
  • Sérhæfðar vörur fyrir börn, ungbörn og þá sem voru með viðkvæma húð.

Það er enginn vafi á því að strandmenning og sólarvarnir hafa breyst í gegnum árin. En markmið NIVEA hefur alltaf verið það sama: að hjálpa fólki á öllum aldri að njóta lífsins hvar og hvenær sem það vill. Samhliða markaðssetningu NIVEA Sun línunnar á sólarstrandarfara var hún einnig kynnt í ríkari mæli í heitari löndum.

NIVEA-strandboltinn frægi

Minnuga lesendur rámar ef til vill í uppblásna Niveaboltann, sem allir helstu sólarunnendur jarðkringlunnar áttu í fórum sínum og þótti upplagður til strandarleikja. Er boltinn víst enn í framleiðslu og geta því áhugasamir líklega fundið sér eintak ef áhuginn er einskær.

Nú í dag, rúmri öld eftir að Nivea var sett á markað, er ekki annað hægt að segja en hugsjón dr. Troplowitz hafi svo sannarlega staðið fyrir sínu. Vöruúrval innan merkisins hefur margfaldast og gæðin ekki síðri enda talið eitt traustasta vörumerki heims.

Gaman er að geta þess, svona að lokum, að í dag framleiðir fyrirtækið Beiersdorf einnig hina þekktu línu LaPraire, Eucerinkremin sem mælt er með af húðlæknum, svo og sólarvörur Coppertone sem við þekkjum svo vel – svo eitthvað sé nefnt.

Fjölmenningarhátíð í Aratungu
Líf og starf 29. október 2024

Fjölmenningarhátíð í Aratungu

Menning hinna ýmsu landa verða í forgrunni á fjölmenningarhátíð í Aratungu í Blá...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 28. október 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn Jákvæð breyting verður í vinnumálum vatnsberans sem gefur honum rýmr...

Framfaraskref fyrir barnshafandi konur
Líf og starf 28. október 2024

Framfaraskref fyrir barnshafandi konur

Kvenfélagasamband Íslands hefur gefið heilbrigðisþjónustunni nýjan hugbúnað.

Kjói
Líf og starf 23. október 2024

Kjói

Kjói er lítill ránfugl af skúmsætt. Eini ættingi hans hér er sjálfur skúmurinn s...

Sjarmi dýrahama
Líf og starf 22. október 2024

Sjarmi dýrahama

Nú með haustinu eru hlébarðamunstraðar flíkur enn og aftur í tísku, enda klassík...

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
Líf og starf 22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara

Tvö Íslandsmót í bridds fóru fram um síðustu helgi. Annars vegar var keppt í sve...

Öruggur sigur án vandræða
Líf og starf 18. október 2024

Öruggur sigur án vandræða

Tómas Veigar Sigurðarson, nemi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, tók þátt í ...

Hressir karlar í Hveragerði
Líf og starf 17. október 2024

Hressir karlar í Hveragerði

Það er mikið um að vera hjá Karlakór Hveragerðis um þessar mundir því kórinn mun...