Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sauðfé á Uxahryggjum.
Sauðfé á Uxahryggjum.
Mynd / HKr.
Á faglegum nótum 31. ágúst 2018

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2018

Höfundur: Eyþór Einarsson ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt, ee@rml.is
Til þess að efla þátttöku í afkvæm­a­rannsóknum á hrútum hefur fagráð í sauðfjárrækt ákveðið að hækka styrki til þessa verk­efnis.  Gert er ráð fyrir að styrkur á hvern veturgamlan hrút í afkvæm­arannsókn hækki úr 3.500 kr. í 5.000 kr.  
 
Reglur fyrir styrkhæfum afkvæmarannsóknum eru þær sömu og áður, þ.e.a.s. að í samanburði séu að lágmarki 5 hrútar og af þeim séu a.m.k. 4 veturgamlir.  Hrúturinn þarf að eiga 8 afkvæmi af sama kyni sem hafa verið ómmæld og stiguð og 15 afkvæmi með kjötmatsniðurstöður.  Hrútarnir þurfa að hafa verið notaðir á sem sambærilegasta hópa af ám og öll meðferð og skipulag afkvæmarannsóknarinnar miði að því að hóparnir séu sem best samanburðarhæfir.  
 
Vissulega er hægt að gera samanburð á hrútunum eingöngu á grunni kjötmatsniðurstaðna (sem er þá ekki fullgild afkvæmarannsókn) en mikilvægi ómmælingahlutans í þessu mati fellst m.a. í því að það er besta mælingin sem í boði er til að meta vöðvaþykkt og vöðvahlutfall skrokksins.
 
Líkt og áður ganga bændur frá uppgjöri á afkvæmarannsóknum sjálfir inn í Fjárvís.is og senda tilkynningu á ee@rml.is þegar uppgjör er frágengið, merkt afkvæmarannsókn.  Einnig er hægt kaupa þjónustu hjá RML við að ganga frá afkvæmarannsókninni.  Tilkynning um að uppgjöri sé lokið skal berast fyrir 1. desember.
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...