Faraldsfræðileg könnun á kynsjúkdómum hjá íslenskum hestum
Umrætt rannsóknarverkefni sem fékk styrk frá Fagráð í hrossarækt og Rannsóknastofu Labor Böse, Þýskalandi, átti sér stað árið 2021 í þeim tilgangi að kanna kynheilbrigði í íslenska hrossastofninum.
Ræktunarmarkmið fyrir íslenska hrossakynið er að rækta heilbrigðan, frjósaman og endingargóðan íslenskan hest. Bakteríu- og veirusýkingar á kynfærum geta verið orsök frjósemissjúkdóma í merum og í stóðhestum. Í flestum nágrannalöndum okkar gilda strangar reglugerðir um sýnatöku bæði í merum og stóðhestum til að tryggja að eingöngu fullfrískar merar séu leiddar undir hest. Sömu reglur gilda fyrir merar og stóðhesta í sæðingu. Hins vegar eru slíkar reglugerðir ekki í gildi á Íslandi.
Bakeríusýking og legbólga
Þekktar bakteríusýkinga í kynfærum hrossa:
- Taylorella equigenitalis (CEM)
- β-hemolys. Streptokokka
- Klebsiella pneumoniae
- Pseudomonas aeruginosa
Legbólga getur komið fram með ýmsum hætti og jafnframt komið í veg fyrir að hryssa fyljist. Útferð er talin óeðlileg þegar hún breytir um lit, verður t.d grænleit eða brúnleit eða illa lyktandi. Algengasta orsök aukinnar útferðar er sýking af völdum baktería, sveppa eða veira. Sýking í legi veldur miklum vefjaskemmdum og sterkum viðbrögðum ónæmisfrumna.
Undirliggjandi legbólga hefur töluverð áhrif á frjósemi hryssa. Orsök hennar getur verið:
- Eigin bakteríuflóra fær aðgang að leginu í gegnum leghálsinn.
- Stóðhestur í hólfi ber smit í hryssuna.
- Fastar hildir eftir köstun eru ekki teknar í tíma. Mælt er með að það sé gert innan tveggja klukkustunda.
Þegar hryssa hefur verið með legbólgu í langan tíma, jafnvel án þess að hún sé greind og meðhöndluð, getur haft þau áhrif að samgróningar verða í leginu. Afleiðingar þess eru til að mynda:
- Bólgur í grindarholi.
- Aukin hætta á fósturláti.
- Aukin hætta á fæðingu fyrir tímann.
Smitandi legbólga í hrossum
Sjúkdómurinn Contagious Equine Metritis (CEM) getur verið þýtt á íslensku sem smitandi legbólga í hrossum.
Orsök sjúkdómsins er bakterían Taylorella equigenitalis. Einkenni hans birtast helst á hryssum í mikilli, gráleitri útferð frá skeiðinni sem hefst dagana eftir að hestur fór á hryssuna. Einkennin geta varað í rúmar tvær vikur. Hryssurnar verða ekki veikar að öðru leyti og ná sér oftast án meðhöndlunar en sýkillinn getur lifað mánuðum saman í æxlunarfærum og valdið ófrjósemi.
Stóðhestar sýna ekki klínísk einkenni en eru heilbrigðir smitberar. Smit á sér einkum stað við æxlun þó það geti einnig gerst með tækjum eins og gerviskeiðum og skoðunaráhöldum.
Eins geta heilbrigðir smitberar borið smitið áfram. Erlendis gilda strangar reglur um skimun fyrir sjúkdómnum, bæði hjá stóðhestum og hryssum sem koma saman í hólf, til sæðistöku eða sæðingar eða til meðhöndlunar hjá dýralæknum.CEM sjúkdómurinn er tilkynningarskyldur í útlöndum, en ekki hér á landi.
Tilgangur og markmið
Á Íslandi er ekki vitað um hlutföll kynfærasjúkdóma í hryssum og stóðhestum. Engar birtar rann- sóknir eru til sem sýna fram á alvarleika kynfærissjúkdóma eins og CEM.
Gögn um tjón kynfærasjúkdóma í hrossastofnum erlendis eru til staðar en engin gögn eru til um stöðuna hér á landi. Útflutningur á íslenskum kynbótahestum hefur aukist og gera kaupendur einnig kröfur um umfangsmeiri heilsufarsskoðanir hestanna og kröfur um að tryggja kyn heilbrigði/ frjósemi hestanna.
Undanfarið ár hefur aukist eftirspurn eftir sæðingum innan- lands. Eftirspurn eftir frosnu sæði til útflutnings frá Íslandi hefur enn fremur aukist.
Rannsóknaaðferðir
Stroksýni voru tekið á ákveðnum stöðum í æxlunarfærum hryssa og stóðhesta með þar til gerðum pinna. Svo voru strok sett í bakteríurækt og næmnispróf eftir hraðsendingu með kælibox í Labor Böse.
Nákvæmu ferli var fylgt við sýnistöku. Hrossin voru fædd á árunum 1995–2018.
Niðurstöður
Rannsóknaverkefni fór fram árið 2021 á Íslandi.
Taylorella equigenitalis (CEM) fannst EKKI í merum (n= 220) og stóðhestum (n=52). Greindar voru eftirfarandi bakteríur sem geta valdið kynfærasjúkdómum í hryssum og stóðhestum á Íslandi:
- β-hemólýsandi streptókokkar
- Streptococcus equi ssp.
zooepidemicus - Streptococcus dysgalactiae
Streptókokkar eru umhverfissýklar og geta verið eðlilegur hluti af þarmaflórunni. Streptókokkar eru algengasta orsök langvinnrar legbólgu hjá hryssum.
Aðrar bakteríur sem greindist í minni hlutföllum eru t.d. Klebsiella pneumoniae, Pseudomonas aeruginosa, Staphylococcus aureus, Escherichia coli (var. haem.)
Þekktir veirusjúkdómar í kynfærum
Equine Viral Arteritis (EVA) er smitandi sjúkdómur sem orsakast af EVA veiru. Þó að sjúkdómurinn sé sjaldan lífshættulegur fyrir annars heilbrigða fullorðna hesta, þá er EVA sérstakt áhyggjuefni fyrir hrossaræktendur vegna þess að veiran getur valdið fóstureyðingum hjá þunguðum hryssum og dauða hjá ungum folöldum.
Þá geta stóðhestar borið veiruna einkennalausir og dreift henni. Þrátt fyrir að smitfaraldur með EVA komi sjaldan upp, er veiran til staðar í hrossastofnum í mörgum löndum.
Þó að vitað sé að vírusinn smiti margar hrossategundir, þá er algengi smits miklu hærri hjá ákveðnum tegundum, eins og Standardbreds og Warmbloods. Flestir hestar sem verða fyrir vírusnum fá engin merki um sjúkdóminn. Ef veikindi eiga sér stað getur verið erfitt að greina EVA vegna þess að einkennin eru klínískt lík nokkrum öðrum hestasjúkdómum, svo sem Equine Rhinopneumonitis, influenza, Equine Infectious Anemia (EIA) and Purpura Hemorrhagica. Sýktir stóðhestar geta stöðugt dreift veirunni með sæðinu þó þeir séu sjálfir einkennalausir.
EVA sýnataka og niðurstöður
Framkvæmdar voru sermisrannsóknir á stóðhestum (n=52), þar sem blóðsýni voru greind með VNT (virus neutralisation test).
Allir stóðhestar reyndust NEIKVÆÐIR (mótefnatítri < 1:4).
Samantekt
Staðan á Íslandi í dag er sú að bakterían Taylorella equigenitalis sem veldur smitandi legbólgu í hrossum (CEM) hefur ekki greinst hér á landi.
Í rannsókninni staðfestust eftirfarandi sýklar:
- ß-hemolys. streptókokkar bakteríu greindust oftast.
>32% af merum greindust með streptókokkabakteríu.
>38% af stóðhestum greindust með streptókokkabakteríu. - Smitandi sjúkdómurinn Equine Viral Arteritis (EVA) greindist ekki í þeim sýnum sem tekin voru.