Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hæg viðkoma hjá skötu
Á faglegum nótum 18. júní 2018

Hæg viðkoma hjá skötu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á miðunum umhverfis landið hafa fundist 15 tegundir af ættbálki skatna. Algengastar eru skata (Raja batis), tindaskata (R. radiata), hvítskata (R. lintea), skjótta skata (R. hyperborea) og Maríuskata (Bathyraja spinicauda).


Meðal sjómanna er algengt að nota samheitið náskata yfir allar skötur nema skötu og tindaskötu. Hins vegar er einnig til sérstök tegund sem heitir náskata og veldur það stundum ruglingi. Eiginlegar skötur (R. batis) geta náð allt að 2,5 metrum á lengd og orðið um 100 kíló að þyngd. Þær eru auðgreindar frá öðrum tegundum á því að neðra borðið er grátt og oft með hríslóttum blásvörtum rákum.

Líf byrjaði í sjónum

Haf eða sjór þekur 71% af yfirborði jarðar.  Selta sjávar er um 3,5%. Talið er að allt líf hafi hafist í vatni en sumar lífverur byrjuðu síðar að færa sig upp á yfirborðið og af þeim er talið að líf á yfirborðinu sé komið.

Þörungar til manneldis

Aldagömul hefð er fyrir að nýta þörunga til manneldis í Japan, Kína og Kóreu. Þörungar  eru ríkir af steinefnum, snefilefnum og vítamínum. Sem dæmi um matvæli má nefna sushi, wasabi, nori og kombu. Söl og marinkjarni eru vel þekkt fæða hérlendis.

Þörungar eru einnig notaðir í fóður, lífeldsneyti og í húðvörur.

Rostungar við Ísland

Rostungar (Odobenus rosmarus), helst ungir brimlar, eiga það til að heimsækja Ísland þótt slíkt sé sjaldgæft en rostungar tilheyra flokki hreifadýra eins og selir. Leifar rostungsbeina og tanna hafa fundist víða um land og stundum langt frá landi og þykja benda til þess að mikið hafi verið af rostungi hér á ísöld og fyrir landnám. Síðast sást rostungur eða rosmhvalur eins og þeir eru stundum kallaðir á Íslandi í Ófeigsfirði á Ströndum í ágúst 2008. Sá var brimill og vó um hálft tonn og hafði skriðið milli 30 og 40 metra upp á land en drapst skömmu eftir að hann fannst.

Furðuleg ævisaga áls

Fullvaxnir Evrópuálar hrygna í Þanghafinu út af Mexíkóflóa. Ekki hefur tekist að staðsetja hrygningarstöðvarnar nákvæmlega og enn hefur engin hrognafull hrygna eða hrogn fundist í sjó en talið er að hrygningin fari fram í febrúar til apríl á 400 til 700 metra dýpi.

Hvalur í Jónsbók

Í Jónsbók er langur bálkur um hvali og hvalnytjar. Þar er m.a. kveðið á um að ef hval sem í er hvaljárn eða spjót rekur beri að skipta honum milli landeiganda, eiganda járnsins og fátækra.  Spjótveiðar voru stundaðar á hvölum á miðöldum en spjótið samanstóð af tréskafti og haus eða hvaljárni. Ólíkt skutlunum var engin taug í hvaljárnunum og því ekki möguleiki á að draga hvalinn á land eða tryggja sér skrokkinn með öðrum hætti. Hvalveiðimennirnir urðu að bíða þess að hvalurinn dræpist úr blóðeitrun og treysta því að skrokkinn ræki dögum eða jafnvel vikum seinna. Því voru hvaljárnin merkt eigendum sínum, mörkin voru þinglýst, og hlaut eigandi merkts járns skotmannshlutann sem var helmingur hvalsins.

Skylt efni: Stekkur

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...