Hæst stiguðu lambhrútarnir haustið 2015 – leiðrétting
Höfundur: Eyþór Einarsson, ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt hjá RML
Í töflu sem birt var í síðasta Bændablaði (17. des. 2015) var umfjöllun um hæst stiguðu lambhrúta landsins, flokkaða eftir sýslum.
Eftirfarandi leiðréttingum verður hér með komið á framfæri varðandi upplýsingar í töflu sem fylgdi greininni. Í Suður-Þingeyjarsýslu er í 5. sæti hrútur frá Þverá í Dalsmynni en ekki Þverá í Reykjahverfi. Í Suður-Múlasýslu er hrútur í 3. sæti nr. 253 frá Ásgarði, Breiðdal. Bakvöðvaþykkt á þessu lambi á að vera 37 mm en ekki 27 mm. Alvarlegasta athugasemdin er síðan sú að í lista yfir topphrúta í Vestur- og Norður-Ísafjarðarsýslu vantar hrúta frá Skjaldfönn. Þessi mistök eiga rætur að rekja til þess að Skjaldfönn tilheyrir sveitarfélaginu Strandabyggð og fjárræktarfélaginu Tindi á Ströndum og flokkast því í uppgjöri með búum á því svæði. Hins vegar er býlið eftir sem áður staðsett í Norður-Ísafjarðarsýslu. Efsti hrútur í Vestur- og Norður-Ísafjarðarsýslu á því að vera lamb nr. 38 frá Skjaldfönn sem hlaut 88,5 stig og í þriðja sæti lamb nr. 81 frá sama bæ sem hlaut 87 stig.
Uppfærslu á þessari töflu ásamt öðrum niðurstöðum úr skýrsluhaldinu má finna inn á www.rml.is.