Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fram undan er jarðvinna og önnur vorverk hjá bændum og rétt að minna á mikilvægi þess að nota keyrsluspor við hefðbundna vinnu á túnum. 
Fram undan er jarðvinna og önnur vorverk hjá bændum og rétt að minna á mikilvægi þess að nota keyrsluspor við hefðbundna vinnu á túnum. 
Mynd / BbL
Á faglegum nótum 14. mars 2022

Í sömu sporum ár eftir ár?

Höfundur: Snorri Sigurðsson - snorri.sigurdsson@outlook.com

Nú líður brátt að hefðbundum vorverkum hjá bændum landsins og því upplagt að rifja upp og minna á mikilvægi þess að nota keyrsluspor við hefðbundna vinnu á túnum. Erlendis er rík hefð fyrir þessu vinnulagi og sýnir reynslan, og tilraunaniðurstöður, að séu keyrsluspor notuð þá skili það sér í aukinni uppskeru og þar með betri afkomu.

Í dag bjóða flest tæki upp á notkun á GPS kerfi sem gerir alla vinnu við notkun keyrsluspora auðveldari og markvissari, en oftar en ekki þarf að vera með sérstakan leiðréttingarbúnað til þess að geta treyst á GPS kerfið, þ.e. til þess að ekið sé nákvæmlega í sömu sporum.

Skýringarmynd 1. Hér sést hvernig jarðvegur verður samanþjappaður þar sem oft er ekið um. Mynd / Julie Wiik

Keyrt um 80-90% túnanna 

Norskar niðurstöður rannsókna benda til þess að yfir árið, þegar allt er talið, þ.e. skítkeyrsla, slóðadráttur, áburðardreifing og öll vinna í tengslum við heyskap og heimkeyrslu uppskerunnar við bæði fyrsta og annan slátt, þá geti umferðin um túnin náð yfir allt að 80-90% af yfirborði þeirra! Þetta á s.s. við ef ekki er ekið eftir fyrirfram ákveðnum keyrslusporum.

Ef bóndinn hins vegar kemur sér upp aksturskerfi sem tekur tillit til vinnslubreiddar, upp á 6-9 metra, þá má draga úr þessu álagi á túnin niður í 25-30% af yfirborði túnanna! Þá sýna norskar tölur að sé unnið með 12 metra vinnslubreiddarkerfi þá er hægt að draga úr álaginu enn frekar og niður í allt að 17% af yfirborði túnanna!

Skýringarmynd 2. Rótarkerfi plantna þarf lausan jarðveg til þess að geta vaxið almennilega. Mynd / Julie Wiik

Þjöppunin víða vandamál 

Jarðvegsþjöppun er víða vandamál í landbúnaði í heiminum og eru til ótal rannsóknir sem sýna áhrif þjöppunar á t.d. slakan rótarvöxt plantna. Skýrist það einfaldlega af því að jarðvegurinn verður of harður og erfiður fyrir rótarkerfi plantnanna að vaxa niður (sjá mynd 1) og í gegnum hið samanþjappaða lag. Samanburð má m.a. sjá á mynd 2, sem sýnir öflugt rótarkerfi plöntu sem hefur vaxið á svæði í túni sem ekki er venjulega ekið um.

Þessi staðreynd, auk þess sem það er yfirleitt mun hagkvæmara að vinna við fast akstursskipulag, hefur leitt til þess að bændur notast nú orðið í stórauknum mæli við föst keyrsluspor. Auk þess er það mun auðveldara í dag vegna þeirrar tækni sem í boði er nú orðið.

Skýringarmynd 3. Þegar keyrsluspor í túnum eru hönnuð þarf að horfa til þeirra tækja sem nota á og reikna út heppilegustu staðsetningu sporanna miðað við vinnslubreidd tækjanna. Mynd / Julie Wiik

Hönnun keyrsluspora

Það getur tekið tíma að bæði koma sér upp réttum tækjabúnaði sem er með vinnslubreidd sem passar saman, sem og að „hanna“ keyrslusporin í túnum. Þó er það svo að mjög mörg tæki í dag eru gerð með þetta í huga og vinnslubreidd þeirra gengur mjög oft upp í fastar breiddareiningar. Þá getur vel verið að það borgi sig að fórna fullri mögulegri vinnslubreidd á einu tæki, til þess að ná því að halda í fast keyrsluspor sem hefur verið reiknað út miðað við vinnslubreidd annarra tækja. Þegar keyrsluspor í túnum eru hönnuð þarf með öðrum orðum að horfa til þeirra tækja sem nota á og reikna út heppilegustu staðsetningu sporanna miðað við vinnslubreidd tækjanna. Þetta er gert þannig að horfa skal til þess tækis sem er með minnstu vinnslubreiddina og reikna svo út hvaða bil er heppilegast að hafa á milli keyrslusporanna en dæmi um þetta má sjá á mynd 3.

Í þeirri grein sem hér er bent á í heimild er sett upp smá dæmi um hönnun á keyrsluspori. Búið er með 9 metra vinnslubreidd á sláttuvél, heyþyrlu og rakstrarvél, 16 metra vinnslubreidd á slöngu-mykjudreifara og 10-28 metra vinnslubreidd á áburðardreifara. Sé horft til vinnslubreiddar á heyvinnutækjunum er augljóst að bilið á milli keyrslusporanna ætti að vera níu metrar en það passar þó ekki fyrir hin tækin.

Þá er líklega til of mikils ætlast að halda í nákvæmlega níu metra millibil enda þarf einhverja skörun auk þess sem túnin bjóða ekki alltaf upp á slíkt vegna halla, sveigju o.þ.h. Í þessu dæmi er því ráðlagt að miða við átta metra bil á milli keyrsluspora. Þá næst rúmleg skörun á heyvinnutækjunum en um leið smellpassar kerfið fyrir hin tækin, sem þá er ekið um annað hvert keyrsluspor.

Heyskapurinn krefjandi

Það vita allir að heyskapur er krefj­andi og ekki minnkar það við að nota föst keyrsluspor. Hins vegar, með réttum vinnubrögðum er hægt að lágmarka aukaakstur utan keyrslusporanna. Séu notaðar rúllur eða stórbaggar þá munu þær/þeir liggja í keyrslusporinu og auðvitað hægur vandi að tína upp þar.

Aftur á móti, þegar vagninn er hlaðinn þarf að hafa hugfast að víkja sem minnst frá keyrslusporinu. Það er þó óhjákvæmilegt að víkja frá því en líklega er mikilvægast að hafa þetta í huga, þ.e. vera með hugann við það að reyna að lágmarka sem mest allan akstur utan keyrslusporanna.

Nota réttar vélar, dekk og loftþrýsting

Það er einnig mikilvægt að vera ekki að setja tæki við dráttarvélar sem eru mun þyngri en þörf krefur enda þjappast jarðvegur undan þeim í meira mæli eins og gefur að skilja. Vera má að einhverjum finnist ekki stór munur á því að vera t.d. á 110 hestafla vél eða 150 hestafla vél en tilfellið er að áhrifin á jarðveginn eru umtalsverð. Árið 2019 framkvæmdi norska ráðgjafarfyrirtækið NLR (Norsk Landbruksrådgivning) áhugaverða rannsókn á áhrifum misþungra dráttarvéla á jarðvegsþjöppun og þar með á uppskeru af túnum.

Um hefðbundið tún var að ræða með 50% vallarfoxgrasi auk annarra grastegunda og fengu tilraunareitirnir enga umferð (til samanburðar), umferð með keyrslusporum með léttri dráttarvél (5 tonn) og svo umferð með keyrslusporum með þungri dráttarvél (7,5 tonn). Niðurstöðurnar sýndu að þar sem léttari vélin var notuð var uppskeran 15,6% minni en af þeim reitum sem fengu enga umferð til samanburðar og þar sem þyngri dráttarvélin var notuð var uppskeran 22,6% minni en af reitunum sem enga umferð fengu. Þetta er umtalsverður munur og það þrátt fyrir að notuð væru keyrsluspor!

Þá er rétt að minna á að dekkjaval og loftþrýstingur skiptir einnig máli þegar horft er til jarðvegsþjöppunar.

 

Heimild og myndir:

Julie Wiik, 2020. I faste spor på vei mot bedre jord. Buskap, 78(7), 35-38.

Skylt efni: vorverk | jarðvinna

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...