Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jarðrækt – þjónusta og ráðgjöf
Á faglegum nótum 13. nóvember 2023

Jarðrækt – þjónusta og ráðgjöf

Höfundur: Þórey Gylfadóttir ráðunautur hjá RML.

Ráðunautar RML leitast við að veita góða þjónustu og ráðgjöf hvort sem um ræðir skráningu gagna í Jörð, önnur störf sem fara fram við skrifborð, eða þau sem fela í sér vatnsþéttan skófatnað og óhreina fingur.

Stöðugt er leitað leiða við að bæta viðmót í skýrsluhaldskerfinu Jörð til þess að sem einfaldast sé fyrir notendur að skrá gögn sem nákvæmast inn í kerfið og vinna með þau. Nýlega var ný og skalanleg útgáfa af Jörð tekin í gagnið þannig að notkun í snjallsímum og spjaldtölvum væri auðveldari.

Þórey Gylfadóttir.

Það er von okkar að notendur séu ánægðir með það framtak enda var nokkuð búið að kalla eftir slíkum breytingum. Þeir sem ætla að sækja um greiðslur til ríkisins á grunni lögbundins skýrsluhalds þurfa að gera grein fyrir ræktun, uppskeru og notkun áburðar. Jörð býður upp á breiða notkun varðandi allt sem snýr að jarðrækt og hvetjum við bændur til að nýta sér það og skrá sem mest til þess að ræktunarsagan sé sem best skráð.

Ræktunarsaga er mjög mikilvægur þáttur í t.d. áburðaráætlanagerð sem er mikilvægur þáttur í bættri nýtingu áburðarefna og góðri bústjórn.
Ráðunautar RML taka hey- og jarðvegssýni og túlka niðurstöður efnagreininga sem nýtast til áætlanagerðar þar sem markmiðið er að fá sem mesta og besta uppskeru sem hluta af sinni fóðurframleiðslu.

Aukin eftirspurn hefur verið eftir einstaklingsmiðuðum ráðgjafarpökkum í jarðrækt og þátttakendum í Sprotanum fjölgar ár frá ári. Í Sprotanum er fjölbreyttur hópur bænda sem vilja ráðgjöf við ólík verkefni jarðræktarinnar sem líka breytast á hverju búi milli ára þegar verið er í Sprotanum ár eftir ár.

Ráðunautar RML vinna í teymisvinnu við að finna bestu lausnina hverju sinni með það að leiðarljósi að mæta þörfum hvers og eins, hvort sem viðfangsefnið snýr að skráningum, sýnatökum, túnkortum, ræktun eða áburðaráætlunum. Vegna vinsælda Sprotans var ákveðið í vor að bjóða upp á ráðgjafarpakkann Sprota+ þar sem til viðbótar við jarðræktina er komin fóðuráætlun. Það er von okkar að það skili enn betri árangri að vinna að þessum náskyldu þáttum með bændum í teymisvinnu sérfræðinga RML.

Þar sem þekkingu skortir leitar RML til erlendra ráðunauta eins og gert hefur verið í garðyrkju og ylrækt og hefur það gefist mjög vel. Síðustu misserin hafa jarðræktarráðunautar RML einnig sótt sér þekkingu út fyrir landsteinana varðandi svokallaða bændahóparáðgjöf. Þetta ráðgjafarform hefur gefist einkar vel víða erlendis og þar sem vel er haldið utan um innleiðingu og þróun þessarar ráðgjafar hefur hún skilað bændum mun betri árangri en sú ráðgjöf sem við þekkjum betur, sem fer fram milli ráðunauts og bónda. Í hverjum bændahópi eru um 10 bú og tveir ráðunautar sem hittast fimm sinnum á ári þar sem farið er í fyrirfram ákveðin viðfangsefni. Þetta form býður upp á umræður og miðlun reynslu sem er mjög mikilvægt til að ná árangri í því sem stefnt er að.

Það er mikilvægur þáttur í starfsemi RML að hafa aðgengi að ráðgjöf og þjónustu óháð staðsetningu. Hluti af því er að halda fræðslufundi á nokkrum stöðum á landinu til að auðvelda bændum að sækja sér þekkingu um ýmis málefni, nú síðast um áburðarmál. Til viðbótar við dreifða fundi hafa upptökur af efninu verið gerðar aðgengilegar á heimasíðu RML að fundaröðum loknum.

Þrátt fyrir þær breytingar sem framtíðin ber í skauti sér og íslensk jarðrækt stendur frammi fyrir, með nýjum áskorunum og tækifærum, leitast ráðunautar RML ávallt við að veita trausta og óháða ráðgjöf sem byggir á reynslu og þekkingu.

Grein þessi er hluti af blaðauka sem fylgdi með 20. tbl. Bændablaðsins að tilefni 10 ára afmælis Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...