Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mikil vinna við lagfæringar í Kjarnaskógi þegar vorar
Mynd / Ingólfur Jóhannson
Á faglegum nótum 22. janúar 2020

Mikil vinna við lagfæringar í Kjarnaskógi þegar vorar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Það er alveg ljóst að mikið er um bogin og brotin tré í Kjarnaskógi og mikil vinna fram undan þegar vorar að saga og snyrta. Það hafa verið miklir umhleypingar í veðri undanfarnar vikur en trén hafa það flest bara bærilegt þrátt fyrir þá,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. 
 
Stóri veðurhvellurinn í desember var þannig að það gekk á með miklum og blautum snjó sem settist á trjákrónur sem þyngdi þær mikið, en Ingólfur segir að sver tré geti kubbast í tvennt undan slíku fargi.
Kostnaðarsamt verkefni við hreinsun og grisjun
 
Ingólfur segir að til lengri tíma litið hafi óveðrið ekki áhrif á viðgang skógarins, sem væntanlega eigi eftir að upplifa verri áföll á sinni löngu ævi.  
 
„Skaðinn er fyrst og fremst á opnari svæðum þar sem vindur kemst að, t.d. við stíga og flatir, toppar hafa brotnað á háum trjám, einstök tré bogna, brotna eða leggjast yfir vegi og stíga en allt jafnar þetta sig nú með tímanum og með hefðbundnu viðhaldi skógarins,“ segir Ingólfur, en bætir við að þegar horft sé til þeirrar vinnu sem fram undan sé við grisjun, hreinsun og lagfæringar í Kjarnaskógi á næsta ári, sem sé gríðarmikið og kostnaðarsamt verk­efni, sé tjónið umtalsvert.
 
Dýrmæt aðstoð sjálfboðaliða
 
Ingólfur segir að Skógræktarfélagið hafi fengið dýrmæta aðstoð frá notendum skógar sem buðu fram aðstoð strax og veðri slotaði. Um 40 manns  brunuðu um skóginn á gönguskíðum, klipptu og söguðu greinar og tré sem slúttu yfir vegi og stíga sem gerði kleift að halda öllum göngu- og skíðaleiðum opnum í framhaldinu. Akureyrarbær, samhliða öllu öðru snjóamstri, sá til þess að akvegir væru ruddir og bílastæði væru næg. 
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...