Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mosavöndur með fleiri en 8 tegundir mosa úr óraskaðri mýri.
Mosavöndur með fleiri en 8 tegundir mosa úr óraskaðri mýri.
Á faglegum nótum 14. nóvember 2023

Mosarnir í mýrinni

Höfundur: Ágústa Helgadóttir, líffræðingur og staðgengill verkefnastjóra endurheimt votlendis

Flestar mosategundir vaxa við mikinn raka eins og í votlendi og lækjarjöðrum, en svo eru einnig margar sem vaxa í þurrum eyðimörkum og á steinum.

Mosategundum er oft hópað saman í einn flokk í gróðurúttektum, kannski vegna þess að mosar eru margir smáir, það þarf stækkun til að sjá þá almennilega, þeir mynda blandaða mosaþekju eða mosalag þar sem margir þeirra vaxa saman og því getur oft verið erfitt að greina þá til tegunda.

Mosar eru mikilvægir á norðlægum slóðum

Barnamosi (Sphagnum) úr mýri.

Mosarannsóknir síðustu ára sýna aukið mikilvægi þeirra, ekki síst í vistkerfum á norðlægum slóðum þar sem mosalagið stýrir flæði orku og efna milli andrúmslofts og jarðvegs. Virknin er þó

Mosaskoðun við lækjarjaðar.

breytileg eftir tegundum, t.d. geta sumar tegundir barnamosa (Sphagnum) haldið allt að 20x þurrvigt sinni af vatni. Mikilvægi mosa á Íslandi er þar engin undantekning, enda einstaklega mikil mosaparadís. Yfir 600 mosategundir vaxa hér við ýmsar aðstæður og eru þær mikilvægur hlekkur líffræðilegrar fjölbreytni íslenskra vistkerfa og virkni þeirra.

Eru tengsl milli tegundasamsetningu mosa og ástands mýra á Íslandi?

Í vor hófst verkefni á vegum Landgræðslunnar til að bæta loftslagsbókhald Íslands þar sem mýrar í fjölbreyttu ástandi (mismunandi skala framræslu, landnýtingu, fjarlægð frá sjó og nálægð við gosbelti) eru vaktaðar m.t.t. losunar gróðurhúsalofttegunda og fleiri tengdra þátta. Vöktunarpunktar í mýrum voru metnir til vistgerða og gróðurþekja og tegundasamsetning plantna var mæld. Einnig var gerð tilraun til að meta hnignunarstig mýranna. Við fyrstu úttekt virðast mosar vera næmir fyrir raski og ástand þeirra og tegundasamsetning er góð vísbending um ástand mýra. Í óröskuðum mýrum fundust margar votlendistegundir mosa en við rask þeirra hafði þeim fækkað verulega og voru oft alveg horfnar eftir framræslu. Á þeim svæðum höfðu þurrlendis mosar mestmegnis tekið yfir.

Mýrar eru verðmæt votlendisvistkerfi sem þarf að hlúa miklu betur að á Íslandi

Mýrar geyma verulegan hluta kolefnisforða landsins. Þau eru mikilvæg búsvæði plantna, fugla, fiska og smádýra, bæta vatnsbúskap jarðar og geta jafnað sveiflukennt vatnsrennsli og þannig minnkað hættu á flóðum. Því er mikilvægt að vernda óraskaðar mýrar og endurheimta þær sem hefur verið raskað. Það er alltaf opið fyrir umsóknir um samstarf við endurheimt votlendis hjá Landgræðslunni.

Komið og kynnist mosunum í mýrinni betur í Perlunni nóvember nk.

Að lokum vil ég vekja athygli á fjölskylduviðburði Náttúruminjasafns Íslands og Land- græðslunnar sunnudaginn 5. nóvember milli kl. 14 og 16 á sýningu Náttúruminjasafnsins, Vatnið í náttúru Íslands á 2. hæð Perlunnar í Reykjavík.

Viðburðurinn Mosarnir í mýrinni er hluti af Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni 2023 og er aðgangur ókeypis.

 

Ágústa Helgadóttir,

líffræðingur og staðgengill verkefnastjóra endurheimt votlendis - agusta@land.is

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...