Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mörk túndru og skóga.
Mörk túndru og skóga.
Mynd / Aðsend
Á faglegum nótum 6. desember 2023

Norrænt vísindanet um áhrif loftslagsbreytinga

Höfundur: Isabel Barrio prófessor

Landbúnaðarháskóli Íslands leiðir nýtt verkefni sem hlaut styrk frá NORDFORSK í þessum mánuði.

Isabel Barrio.

Verkefnið heitir The Nordic Borealization Network (NordBorN) og markmið þess er að stofna samstarfsvettvang til að skilja áhrif loftslagsbreytinga og breytinga á landnotkun í norrænum vistkerfum. Afleiðing þessara breytinga er sú að margar tegundir sem eru dæmigerðar í skógum eru að breiðast út í túndruna, en það er ferli sem kallast á ensku „borealization“.

Hvað er borealization?

Norðurlöndin standa á mörkum barrskógabeltis og túndru. Vegna hlýnunar loftslags og breytinga á landnotkun eru lífríkismörk að færast. Margar tegundir sem eru dæmigerðar fyrir skóginn breiðast út í túndruna og kallast það borealization.

Á íslensku mætti kannski kalla það barrskógabeltisvæðing eða heimsskautun. Þær breytingar sem fylgja þessu ferli kalla á öflugar grunn- og hagnýtar rannsóknir. Rannsaka þarf hvers vegna, hvernig, hvenær og hverjar eru afleiðingar þessara breytinga. Þá þurfum við að nýta þá þekkingu sem verður til og nota til að stýra breytingum. Með því er þá hægt að segja til um afleiðingar á vistkerfum og áhrif á dýrmæta vistkerfisþjónustu þeirra.

Þær breytingar sem eru yfirvofandi eru útbreiðsla trjáa og runna, útbreiðsla ágengra tegunda og breytingar á líffræðilegum samfélögum sem og breytingar á uppbyggingu og virkni vistkerfa ásamt breytingum á landslagsgerð og vistkerfisferlum.

Í þessari vinnu eru mismunandi drifkraftar og nálganir ólíkra notenda. Má þar nefna umhverfis- og náttúruverndarstofnanir, almenning, landnotendur og stefnumótendur. Breytingar sem við getum búist við eru til dæmis hraðari útbreiðsla ágengra tegunda, aukin tíðni og alvarleiki skordýrafarsótta, tap á túndruvistkerfum, tap á landslagi eins og það er í dag, árekstrar milli villtra dýra og búfjártegunda.

Má þar nefna ágang gæsa á íslensk tún sem dæmi. Einnig munu þessar breytingar hafa afleiðingar fyrir bændur á norðurslóðum, til dæmis með breyttum aðferðum við hreindýrarækt eða með því að skapa tækifæri í sauðfjárrækt á Suðvestur-Grænlandi. Þetta breiða svið undirstrikar þörfina á öflugu þverfaglegu teymi sem sérhæfir sig á sviðinu.

Norrænt vísindanet

Markmið NordBorN er tvíþætt: 1) að skapa vettvang fyrir öflugar rannsóknir til að skilja drifkrafta, ferli, og afleiðingar heimsskautunar (e.borealization) á norræn vistkerfi, og 2) að koma á fót miðstöð til að þjálfa næstu kynslóð norrænna vísindamanna.

Til að ná þessu markmiði mun NordBorN leiða saman sex norræna háskóla (LbhÍ, Norska tækni- og raunvísindaháskólann NTNU, UiT Norðurslóðaháskólann í Noregi, Austur-Finnlandsháskóla, Gauta- borgarháskóla og Háskólann í Árósum) og þrjá samstarfsaðila (Norsku náttúrurannsókna- stofnunina, Náttúruauðlindastofnun Grænlands og Háskólann í Edinborg).

Verkefnið hefst formlega eftir áramót og hlaut 192 milljóna króna styrk til næstu fimm ára frá Nord Forsk áætluninni.

Þar af munu 53,4 milljónir renna til verkefnisins innan Landbúnaðarháskóla Íslands.

Isabel Barrio prófessor leiðir verkefnið en fleiri koma að því og þau eru Ása Aradóttir prófessor, Bjarni D. Sigurðsson prófessor, Hlynur Óskarson prófessor, Alejandro Salazar lektor, Emmanuel Pagneaux lektor, Jón Guðmundsson lektor, Mathilde Defourneaux doktorsnemi og Christian Schultze rannsókna- og alþjóðafulltrúi.

Landbúnaðarháskóli Íslands auglýsir nú eftir nýdoktor til að starfa við verkefnið sem hefji störf í upphafi árs 2024.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...