Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ssang Yong Rexton var besti jeppinn 2019, ódýr og hljóðlátur.
Ssang Yong Rexton var besti jeppinn 2019, ódýr og hljóðlátur.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 20. janúar 2020

Oft villandi auglýsingar og ekki nægar upplýsingar

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Mér telst til að ég hafi prófað og skrifað um 20 bíla og tvö mótorhjól á síðasta ári og fjallað um lítil rafmagnshjól starfsmanna Orkuveitunnar. 
 
Eftir að hafa „hraðspólað“ yfir prófanirnar kom það neikvæða fyrst upp í hugann. Af þeim bílum sem þurfti að kveikja ljósin svo að afturljósin væru kveikt í akstri var ekki einn bílasali sem lét mig vita að þess þyrfti. 
 
Nokkrir bílar voru án varadekks, en aðeins í einu tilfelli var ég látinn vita af sölumanni að ekkert varadekk væri í bílnum sem ég var að fara að prófa. 
 
Í tveimur tilfellum var talað um að ég væri að fara að prófa „jeppling,“ en bíll er ekki fyrir mér „jepplingur“ nema að hann sé fjórhjóladrifinn og hreinustu ósannindi og lygi að nefna eindrifsbíl „jeppling“.
 
Það sem stóð upp úr á síðasta ári voru þægindi
 
Bílar eru alltaf að verða hljóðlátari og betur einangraðir þannig að umhverfishljóð eru að minnka inni í bílunum, ég hávaðamæli alla bíla sem ég prófa og vil ég meina að síðasta ár hafi slegið öll met í því að minnka hávaða inni í farþegarými. Myndi halda að minnkunin hafi verið að jafnaði 1-3db.
 
Metið átti Land Rover Discovery Sport sem mældist um 63,5 í akstri á 90 km hraða. Þægindi eru alltaf að verða betri og betri, sæti góð og fleiri bílar að koma með hita í stýri. Nánast allir bílar eru komnir með USB tengi til að hlaða síma og þeir bestu með allt upp í að vera með eitt tengi fyrir hvern farþega.
 
Umhverfisvænir bílar voru nokkuð margir
 
Af þeim bílum sem ég prófaði voru nokkrir sem gengu eingöngu fyrir rafmagni, þar var Renault Zoe ódýrasti kosturinn, dregur um 300 km á hleðslunni, en fékk mikinn mínus hjá mér fyrir hávaða inni í bílnum í akstri og endaði því í 3. sæti. Hyundai Kona er með mikla drægni, hátt undir bílinn, en lítið farangursrými og frekar hátt verð, setti þann bíl í 2. sæti. Í fyrsta sæti var Opel Ampera-E, ódýr, rúmgóður og hlaðinn af tækninýjungum sem heillaði mig.
 
Range Rover PHEV bestur af bílum sem eru nefndir Hybrid, rafmagn og venjulegar vélar
 
Vetnisknúni Toyota Mirai rafbíllinn fæst ekki keyptur og ekkert verð gefið upp, vissulega spennandi kostur, en þar sem eingöngu er hægt að kaupa vetni í Reykjavík er sá bíll ekki inni í myndinni í bili. Honda CR-V Hybrid með bensínvél á móti rafmagninu er rúmgóður bíll að innan og með frábæra aksturseiginleika. Af jepplingum er Honda CR-V með langbestu skriðvörnina að mínu mati, en það sem setti bílinn í 2. sæti var lítil dráttargeta, en bíllinn er gefinn upp með aðeins 750 kg dráttargetu.  Í fyrsta sæti af Hybrid-bílum set ég því Range Rover PHEV þó að verðið sé hátt og rafmagnsdrægnin ekki mikil.
 
„Rússinn“  vakti mestu athyglina, en vantar fleiri hestöfl.
 
Af fjórhjóladrifnum bílum var erfitt að setja bíla í sæti
 
Af þeim bílum sem ég vil segja að komist í jeppaflokk voru aðeins þrír, en „Rússinn“ vakti vissulega mikla athygli mína sem fjölnota bíll, ódýr, tekur marga farþega en vantar meiri kraft og þægindin ekki mikil, því fer hann í þriðja sæti. Jeep Wrangler Rubicon, frábært leiktæki, fullt af hestöflum og mikið fyrir augað, en hátt verð og að ekki hafi verið hægt að keyra bílinn nema með harðpumpað í dekkin, setja hann í 2. sæti. Ssang Yong Rexton fær fyrsta sætið í þessum flokki fyrir gott verð, hljóðlátur og gott að keyra.
 
Ford-pallbíllinn hefur allt sem góður pallbíll þarf.
 
Sendi- og pallbílar
 
Af sendibílum fannst mér Benz Vito fjórhjóladrifni 190 hestafla bíllinn bestur. Ford Ranger pallbíllinn er einhver besti pallbíll sem ég hef prófað, bíll sem hefur allt sem pallbíll þarf, kraftmikla vél, mikla dráttargetu og góður á torfærum vegslóðum.
 
Af öðrum faratækjum eru hér stuttar umsagnir
 
Volkswagen Touareg er ekkert nema eðalbíll, fullur af þægindabúnaði og tækninýjungum, kostar svolítið mikið, en þegar maður vill hafa það gott og þægilegt kostar það pening.
 
Fjórhjóladrifni Skoda Karoq bíllinn fannst mér einhver þægilegasti bíllinn að keyra og var ég sérstaklega hrifin af fjöðruninni í honum. 
 
Væri ég í hugleiðingum að kaupa nýtt mótorhjól þá væri BMW 1250 fyrsti kostur. Mesta skemmtun mín á árinu var á BMW 1250 í Ítölsku ölpunum (sjá innfelldu myndina).
 
BMW 1250 skemmtilegasta mótorhjólið
 
Af mótorhjólunum sem ég prófaði var annað rafmagns og hitt með 1250cc bensínvél. Rafmagnshjólin eiga nokkuð mikið í að verða samkeppnishæf við bensínhjólin, en viðbragðið í þessu hjóli var svo mikið að þegar því var botngefið tók það ekki nema um 3 sek. að ná 100 km hraða.
 
BMW 1250 hjólið sem ég ók hringveginn með nokkrum auka­krókum er alls staðar gott fyrir íslenskar aðstæður og líka þröngar aðstæður erlendis því að síðasta haust leigði ég svona hjól fyrir Ítölsku alpana þar sem vegir eru hlykkjóttir, þröngar beygjur og brattar brekkur og á þessu hjóli var ferðin enn skemmtilegri.
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...