Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ólafur Daviðsson.
Ólafur Daviðsson.
Á faglegum nótum 24. ágúst 2016

Plöntuhjal

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alþýðleg þekking á plöntum hélst vel við hér á landi fram undir síðustu aldamót en hefur nú að mestu fallið í gleymsku. Skemmtilegt er fyrir áhugasama að grufla í gömlum bókum og leita uppi hugmyndir fyrri tíma fólks um plöntur.

Í Allrahanda Síra Jóns Normann má meðal annars finna sögu sem heitir Að mjólka fjarlægar kýr. „Á bæ einum á Hornstöndum bjuggu hjón, sem mjög voru grunuð um galdur. Hjá þeim uppólst dóttir þeirra. Þegar hún var orðin hér um bil hálffullorðin, fór sýslumaður að taka rannsókn um þetta mál. Ekki er þess getið, hvað foreldrarnir meðgengu. En þegar til dótturinnar kom, kvaðst hún ekkert kunna nema að mjólka kýr. Bað sýslumaður hana að sýna sér það og tiltók sjálfur á hvaða bæ kýrin skyldi vera. Tók hún þá puntstrá og rak í holu, sem boruð var í stoð, fór svo með 10 marka fötu undir puntstráið og mjólkaði fötuna fulla með nýmjólk. Sýslumaður bað hana að mjólka meir, en hún sagðist ekki mega það, því kýrin skemmdist. Herti þá sýslumaður á henni og mjólkaði hún enn nokkuð, unz það fór að koma blóðkorgur. Nú sagði hún að kýrin væri farin að skemmast. Herti þá sýslumaður enn að henni að mjólka þar til það fór að koma blóð. Hætti hún þá allt í einu og sagði, að nú væri kýrin dauð. Reyndist það og svo, að á hinni sömu stund hafði sú tiltekna kýr dottið steindauð niður.“

Samkvæmt því sem segir í Galdrar og galdramál á Íslandi eftir Ólaf Davíðsson tók Alþingi fyrir mál Sigurðar Jónssonar galdramanns árið 1671. „1. júlí 1671 nefndu lögmenn og fógeti tíu sýslumenn og tvo lögréttumenn í dóm á alþíngi til að rannsaka dóma þá, sem sýslumennirnir í Ísafjarðarsýslu, Magnús Magnússon og Páll Torfason, höfðu kveðið upp um galdra áburð Guðmundar Magnússonar á Sigurð Jónsson. Sigurður var sjálfur á þíngi.

Málsgögn voru svo laung, að ekki þótti fært að færa þau inn í lögþíngsbókina í heild sinni, en helzt eptirtakanlegt er það í þessu máli sem Sigurður meðkent hefir í héraði, sig brúkað hafa gras eitt, sem hann kallar gráurt, hvað ei hafi hrifið. Síðan segist hann annað gras mellifolium [Vallhumall] með kvikasilfri úr fjöðurstaf brúkað hafa með sínu eigin sæði, að til lögðum nokkrum staf þar með, á eik ristum, með fylgjandi nokkurs konar versi eður vísuorðum, er hann sjálfur segist diktað hafa, hvað hann í ljós látið hafi sýslumönnum og öllum þíngsóknarmönnum á heyrandi. Í öðrum parti sé meðkenníng Sigurðar um sending undan Álfhól, sem stendur í síðustu meðkenníngu Sigurðar, að hann ásamt særingum og bölfunarorðum, sem hann segist hafa haft, hafi hann sig niður lagt, og tekið græðisvepp, og látið blæða þar í tvo blóðdropa úr nösum sér, og segist þar eftir hafa snarað honum í kjaptinn á djöflinum. Þetta er í héraði handskrifað af sex mönnum, en fyrir vorum dómi segir hann, að í draum hafi hann látið sæðið svo sem við kvennamannspersónu. Það annað, að sveppurinn hafi hann frá sér kastað, en ekki viti hann. í kjaptin. á djöflinum.“ 

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...