Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Uppgræðsla Arnórsstaða
Á faglegum nótum 16. febrúar 2023

Uppgræðsla Arnórsstaða

Höfundur: Hrafnkatla Eiríksdóttir, héraðsfulltrúi á Norðurlandi.

Í lok síðasta árs lauk þriggja ára uppgræðsluverkefni í samstarfi Landgræðslunnar og Alcoa í landi Arnórsstaða við Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði.

Eftir 10 ára uppgræðslustarf á svæðinu var enn mikið rof og jarðvegseyðing vegna rofabarða sem illa gekk að loka og var jarðvegseyðingin stöðugt að ganga lengra inn í gróðurlendi og eyða upp algrónum svæðum. Því var ráðist í átaksverkefni, sem styrkt var af Alcoa Foundation, til að stöðva rof á svæðinu. Var aðgerðaráætlunin þríþætt: rofabörð voru felld niður með beltagröfu, þakning með heyrúllum í rofabörð og sár og tilbúinn áburður, ásamt grasfræi, var notaður til uppgræðslu á börðin sjálf og nærliggjandi svæði.

Kortlagning

Í upphafi verkefnisins var svæðið kortlagt með tilliti til gróðurfars, jarðvegsrofs og annarra yfirborðsþátta. Slík kortlagning við upphaf uppgræðsluaðgerða hjálpar til við mat á árangri uppgræðsluaðgerða og fram- vindu svæðis.

Af þeim tæplega 75 ha sem voru kortlagðir reyndust tæplega 30% svæðisins vera ógróin eða með litla gróðurþekju en 45% svæðisins flokkuðust sem vel eða algróin svæði, sem áttu undir högg að sækja vegna rofs og jarðvegseyðingar. Talsvert, mikið og mjög mikið rof var skráð á ríflega helmingi svæðisins en rofið var verst í jöðrum rofabarðanna. Þar var einnig mest af lausum sandi, en hann gefur okkur vísbendingu um hversu stöðugt yfirborðið er, en óstöðuleiki í yfirborði og mikið af lausum fokefnum gerir landnámi gróðurs erfitt um vik. Útfrá þessum upplýsingum var svæðinu svo skipt niður í vinnusvæði sem höfðu mismunandi forgang, þar sem virkustu og hæstu rofabörðin sem voru með mestan lausan sand í kring höfðu mestan forgang.

Vinnan

Unnið var á rúmlega 70 ha svæði yfir árin þrjú. Alls var dreift 48 tonnum af áburði á þessa 70 ha og 400 kg af grasfræi var dreift með. Almennt var notast við stóra áburðarskammta miðað við landgræðsluverkefni eða um 300 kg/ha af tvígildum NP áburði. Í þeim tilvikum þar sem verið er að loka virkum rofabörðum þarf oft stærri inngrip ef vinna á verkið á stuttum tíma. Þá var unnið á tæplega 5,5 kílómetrum af rofabörðum á samstarfstímanum. Þau stærstu og virkustu voru felld niður og fengu áburðargjöf, fræ og/ eða heyrúllum dreift í sárin á meðan rofabörð sem voru að lokast fengu heyþakningu og/eða áburðargjöf og fræ. Sum börðin fengu aftur heyþakningu að ári liðnu, taldist það nauðsynlegt. Heyrúllum var einnig dreift yfir svæði á milli rofabarða til að reyna að stöðva áfok og auka stöðuleika á yfirborðinu, en samtals voru notaðar 870 heyrúllur í verkefnið.

Árangur

Stefnt er að endurkortlagningu á svæðinu þegar aðgerðum er að fullu lokið. Á næstu árum verður svæðið undir eftirliti svo hægt sé að grípa inn í ef gróðurþekja fer að gefa eftir eða rofabörð fara að opnast að nýju.

Líklegt er að halda þurfi við uppgræðslum á svæðinu á komandi árum með notkun tilbúins áburðar þrátt fyrir að samstarfsverkefninu sé lokið. Með því að loka 5,5 kílómetrum af háum rofabörðum er komið í veg fyrir tap á gróðurþekju og miklu magni af jarðvegi. Þá geta þessi vistkerfi sem er bjargað þjónað sem fræuppsprettur fyrir frekari framvindu á svæðinu.

Samanburður á rofabarði við upphaf aðgerða 2020 og eftir fellingu og heyþakningu 2022. Mynd / Landgræðslan

Skylt efni: Landgræðsla

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...