Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá Reykjum í Ölfusi.
Frá Reykjum í Ölfusi.
Mynd / HGS
Á faglegum nótum 11. mars 2020

Við ræktum skóg – skógrækt er atvinnugrein

Höfundur: María E. Ingvadóttir, skógarbóndi og formaður Félags skógareigenda á Suðurlandi
Þeim fer fjölgandi sem stunda skógrækt á Íslandi og ekki verður langt að bíða þess, að skógrækt verði aðal búgrein margra bænda. Skógarnir vaxa og víða er komið að grisjun.  Atvinnugreinin skógrækt mun eflast og verða mikilvæg, innan fárra ára.
 
Ungir hönnuðir munu vinna með handverksmönnum og litlum iðnfyrirtækjum að þróun og framleiðslu nytjavöru úr timbri.  Stærri fyrirtæki munu sækjast eftir innlendu timbri og framleiða klæðningar, burðarbita, smáhýsi og jafnvel stærri byggingar. Þetta er ekki draumsýn, þetta er veruleiki. Það er að segja, ef rétt er á spilum haldið.   
 
Varðandi opinbera styrki til skógræktar virðast þeir ráðast af því, hversu mikið er afgangs í kassanum.  Ef ekki væri hin margumtalaða loftslagsvá, væri líklega lítil áhersla lögð á skógrækt.  Ráðamönn­um væri kannski hollt að líta til þeirra mörgu landa sem nú leggja áherslu á skógrækt og gróðursetja trjáplöntur í milljarðavís, til að binda kolefni, en einnig til nytja. 
 
María E. Ingvadóttir.
Það mætti sýna þessari ungu at­vinnu­grein meiri skilning, skref fyrir skref.  Gera áætl­un og fylgja henni. Það þarf að framleiða skógar­plöntur, gróðursetja þær og hirða um skógana. Það þarf að grisa og höggva skóg og nýta viðinn. Skipulag skóga er unnið hjá Skógræktinni í samráði við skógarbændur, sem einnig hafa aðgang að sérfræðingum þeirrar stofnunar.  Það þarf að kenna betur umhirðu skóga, þar sem verið er að rækta skóg og framleiða timbur sem standast þarf alþjóðastaðla, gæðavöru. Það þarf fjölbreyttari tegundir í skógana okkar, það þarf að rannsaka enn frekar hvaða tegundir og hvaða klónar henta best okkar aðstæðum og veðurfari.  Það þarf að huga vel að fræðslu og námskeiðum fyrir alla þá sem koma að öllum stigum, frá framleiðslu plantna til skógarhöggs. 
 
Við skipulag skóga þarf að huga að brunavörnum og með hvaða hætti má verjast þeim vágesti.  Brunavarnir eru mikilvægar og það dugar ekki að ætla að huga að þeim síðar.  Unninn hefur verið netbæklingur, grodureldar.is, þar sem eru góðar leiðbeiningar og góð ráð. Sveitarfélögin sjá um slökkvistarf, hvert á sínu svæði, og þau ættu öll að sýna þann metnað og ábyrgð að byggja upp sterkar varnir, kortleggja, merkja, leiðbeina og kenna fyrirbyggjandi aðgerðir og rétt viðbrögð ef þarf.   
 
Það er erfitt að verðmeta skóg, því hefur ekki verið hægt að tryggja skóg. Þetta þarf að skoða, það er mikið í húfi ef illa fer, jafnvel ævistarf heillar fjölskyldu, jafnvel nokkurra ættliða. Leita mætti í smiðju nágrannaþjóða okkar, hvað reynslan hefur kennt þeim í þessum efnum.  
 
Landbúnaðarháskólinn á Hvann­­eyri kennir skógfræði.  Hún er umhugsunarverð þessi háskólaárátta okkar, af hverju þarf skógfræði að vera á háskólastigi? Ef skógfræði væri á sama róli og iðnnám ættu fleiri að hafa áhuga og námið að vera eftirsóknarverðara.  Það mætti jafnvel krydda námið enn frekar með námsdvöl erlendis, þannig að nemendur fengju að kynnast samsvarandi námi hjá nágrannaþjóðum okkar, bæði bóklegu og verklegu.  Mætti ekki skoða það að nám skógfræðinga og garðyrkjufræðinga væri í samfloti og sá skóli yrði á Reykjum?  Það hljómar afkáralega að framtíð Garðyrkjuskólans skuli ótrygg. Nú er tíðarandinn sá, að það á að rækta meiri skóg og meira grænmeti og blóm á Íslandi. Það þarf menntað fólk í þessar greinar. Aðstaðan á Reykjum hefur ekki fengið viðunandi viðhald, en nú ætti það fólk sem ræður ferðinni að láta taka þar til hendi og byggja upp faglegt nám í takt við þarfir samtímans, bæði í skógrækt og garðyrkju. 
 
Ef ráðamenn tækju skógrækt alvarlega og hún fengi þann stuðning og þann sess sem hún þarf sem atvinnugrein, ætti hún að heyra undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Í dag heyrir hún undir umhverfis- og auðlindaráðuneyti, en á mikið samneyti við landbúnaðararm atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytis.  Þessi flækjufótur er óþarfur, skógræktin er iðnaður og þar verður til nýsköpun. 
 
María E. Ingvadóttir, 
skógarbóndi og formaður Félags skógareigenda
á Suðurlandi
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...