Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Evrópulaufið
Evrópulaufið
Á faglegum nótum 31. október 2024

Villandi merkingar og grænþvottur

Höfundur: Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, formaður VOR – félags um lífræna ræktun og framleiðslu.

Samkvæmt skilgreiningu Umhverfisstofnunar er grænþvottur (greenwashing) þegar fyrirtæki setur fram rangar eða villandi upplýsingar um umhverfiságæti vöru.

Grænþvottur er græn markaðssetning sem gefur til kynna að frammistaða seljandans sé betri eða ágæti vörunnar eða þjónustunnar meiri frá sjónarhóli sjálfbærrar þróunar en innistæða er fyrir.

Grænþvottur þarf þó ekki endilega að einskorðast við fyrirtæki eða vöru, heldur getur átt sér stað víðar, svo sem hjá stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum. Í grunninn snýst þetta um blekkingar, að láta eitthvað líta út fyrir að vera umhverfisvænna en það raunverulega er.

Að þessu sögðu þá getur grænþvottur vissulega einnig orðið til vegna vanþekkingar, mistaka eða upplýsingaskorts, en það breytir ekki þeirri staðreynd að hann getur haft alvarleg áhrif á allt í senn: umhverfið, neytendur og markaðinn. Hætt er við að grænþvottur komi í veg fyrir að fólk velji vörur sem raunverulega eru betri fyrir umhverfið, grafi undan trausti neytenda og rýri verðmæti merkinga sem raunverulega hafa gildi.

Eitt dæmi um grænþvott getur verið notkun hugtaka sem hafa óljósa eða óskilgreinda merkingu. Þarna má nefna hugtök eins og „vistvænt“, „náttúrulegt“. Þau eiga það sameiginlegt að hljóma vel, skapa jákvæð hughrif og gefa til kynna að varan sem um ræðir standi öðrum sambærilegum vörum framar. Gallinn er þó sá að það er í raun þeim sem hugtakið notar algjörlega í sjálfsvald sett hvað það þýðir. Ekki er um að ræða ákveðnar eða samræmdar skilgreiningar og engin ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla. Notkun hugtaka af þessu tagi án þess að skilgreiningar og eftirlit standi þar að baki er mikill ábyrgðarhlutur og rýrir öryggi neytenda og rétt þeirra til þess að vita hvað þeir eru að kaupa.

Lífræn vottun getur sjálfsagt ekki talist fullkomin, ekki frekar en nokkurt annað mannanna verk, en hún hefur það þó fram yfir áðurgreind hugtök að vera skilgreind, afmörkuð og skýr. Farið er eftir ákveðnum reglum og vottun fæst ekki nema þær séu uppfylltar og starfað sé undir eftirliti þriðja aðila; vottunarstofu.

Á þennan hátt er lífræn vottun ekki einungis gæðamerki, heldur einnig merking sem stuðlar að öryggi neytenda og auðveldar þeim að taka upplýstar ákvarðanir. Reglur lífrænnar vottunar eru skýrar og hver sem vill getur flett þeim upp. Tilbúinn áburður er ekki notaður, ekki eiturefni og það eru auknar kröfur um betri aðbúnað búfjár. Unnið er með hringrásarkerfi, lífræn efni eru nýtt sem áburður, notast er við skiptiræktun og stuðlað er að lífrænum fjölbreytileika. Markmiðið er að hafa eins lítil umhverfisáhrif og mögulegt er. Minni hætta er á útskolun næringarefna og jarðvegsþreytu og auk þess eru strangari reglur gerðar þegar kemur að innihaldsefnum í unnum vörum.

Enginn er neyddur til að kaupa lífrænt vottaðar vörur, en ef þetta er það sem þú leitar eftir þegar þú kaupir í matinn, þá er lífræna vottunin það sem veitir þér vissuna um að þú valdir rétt.

Í rauninni er umræðan um grænþvott og vottunarmerkingar náskyld umræðunni um upprunamerkingar matvæla. Á sama hátt og neytandi á rétt á því að vita í hvaða landi matvaran sem hann kaupir er framleidd og á að geta treyst merkingum á umbúðum hvað það varðar, þá á hann rétt á því að geta treyst merkingum og fullyrðingum sem vísa til umhverfisáhrifa vörunnar.

Af þessum ástæðum er einnig mjög mikilvægt að við sýnum hugtakinu lífrænt þá virðingu sem það á skilið. Það er líka óumdeildur grænþvottur að kalla vöru lífræna án þess að vottun fylgi.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...