Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tigrida pavonia - tígrisblóm
Tigrida pavonia - tígrisblóm
Á faglegum nótum 8. apríl 2022

Vorlaukar fyrir nýjungagjarna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Úrval vorlauka er gott þessa dagana og verðið niðursett. Fyrir okkur sem erum nýjunga­­­­­gjörn er upplagt að prófa lauka eins og Ixia, Barbiana stricta, Tigridia pavonia eða Sparaxis.

Ixia - kornlilja

Heitið kornlilja á Ixia laukum er í samræmi við enska heitið cornlily. Nóg er að setja laukana niður um 8 til 13 sentímetra og hæfilegt bil á milli þeirra er um 8 sentímetrar. Blöðin eru lensulaga en blómin líkjast stjörnu og eru til í mörgum litum. Kornliljur kjósa frjósaman og vel framræstan og samblandaðan jarðveg.

Laukarnir eru upprunnir í Suður-Afríku og skammlífir fjölæringar sem ekki þola frost og því einærir utandyra hér á landi. Ættkvíslarheitið Ixia er upprunnið úr forngrísku og nafn á fugli.

Sparaxis – bavíanablóm

Einkímblöðungur sem kallast baboom flower eða blue freesia á ensku og gæti því allt eins heitið bavíanablóm eða blá fresía. Tegundin er upprunnin á suðurhluta Suður-Afríku og nær 10 til 13 sentímetra hæð í heimkynnum sínum. Blöðin lensulaga, 4 til 12 sentímetrar að lengd, hærð og með áberandi blaðæðum.

Laukar bavíanablóma þola ekki að frjósa og settir niður á vorin og forræktaðir innandyra. Til er fjöldi yrkja og ræktunarafbrigða sem flest bera blá, bláleit eða bleik blóm sem eru um sex sentímetrar að þvermáli og yfirleitt sex eða fleiri á hverjum blómstöngli. Blómin, sem standa í þrjár til fjórar vikur, gefa af sér daufan sítruskeim. Ættkvíslarheitið Barbiana er upprunnið úr hollensku, baviaantje, sem þýðir litli bavíani, og vísar til þess að bavíanar grafa upp laukana og borða þá. Tegundarheitið stricta þýðir að plantan sé upprétt.

Sparaxis – riflilja

Riflilja, eins og ættkvíslin Sparaxis kallast á íslensku, eru einkímblaða og fjölærar laukjurtir en einærar utandyra hér á landi þar sem þær þola ekki að frjósa.

Í heimkynnum sínum vex plantan í leirkenndum jarð­vegi en sem sumarblóm hér á landi dafnar hún ágætlega í hefðbundinni pottamold. Allar tegundir innan ætt­kvísl­arinnar eru upprunnar í Suður-Afríku og vaxa þar villtar.

Blöðin lensulaga, blóm­stöngull 15 til 60 cm hár
eftir tegundum, ber eitt blóm með sex krónublöðum sem eru kremhvít yfir í hvít að lit. Latínuheitið Sparaxis er komið úr grísku, sparasso, sem þýðir að rífa og vísar til blómlögunarinnar.

Tigrida pavonia - tígrisblóm

Hitakærar laukplöntur sem þola ekki frost og þurfa sólríkan vaxtarstað og vel framræsta jörð. Tegundin er upprunnin í Mið-Ameríku og finnst villt í Mexíkó, Ekvador og Perú. Laufið lensulaga. Hver laukur ber einn blómstöngul sem nær 45 til 60 sentímetra hæð og blómin, sem eru nokkur á hverjum stilk, eru með þremur krónublöðum og geta orðið 7 til 13 sentímetrar að þvermáli. Til í mörgum litum. Laukarnir ætir og voru hafðir til matar af frumbyggjum í Mexíkó og þykja bestir léttsteiktir eða grillaðir.



Skylt efni: vorlaukar

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...