Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
WelFur breytir ekki starfsvenjum
Mynd / Jesper Clausen
Á faglegum nótum 6. mars 2019

WelFur breytir ekki starfsvenjum

Höfundur: Ditte Clausen ábyrgðarmaður í loðdýrarækt, ditte@rml.is
Nýja matskerfið WelFur leggur áherslu á dýrin, en bóndinn mun ekki finna fyrir miklum breytingum ef hann hefur nú þegar innleitt viðeigandi bústjórn og starfsvenjur á búinu.
 
 Virkar vatnskerfið eins og það á að gera? Er undirburður í hreiðurkassanum? Eru dýrin forvitin, árásargjörn eða hrædd þegar menn eru nálægt? Þetta er aðeins brot af spurningunum sem matsmaður WelFur mun leita svara við þegar verið er að meta velferð dýranna á minkabúum í Evrópu. Kerfið er frekar einfalt en að baki einfaldleikanum liggja miklar og öflugar rannsóknir.  
 
„Það er enginn hókus-pókus við framkvæmdina. WelFur-matskerfið setur bara tölur á það sem bóndinn sér dags daglega,“ segir Bente Krogh Hansen, en hún er umsjónarmaður prufukeyrslu WelFur-verkefnisins sem fór fram á völdum minkabúum í 10 Evrópulöndum árin 2015 og 2016, áður en WelFur-matskerfið var tekið í notkun á öllum minkabúum í Evrópu. 
 
WelFur endurspeglar staðreyndir en ekki tilfinningar
 
WelFur-matskerfið breytir meira en 30 ára rannsóknum á loðdýrum í stigakerfi sem gengur frá 0 til 100, með því að fylgjast með hegðun dýranna, húsakosti og starfsvenjum á viðkomandi búi. Þegar niðurstöðurnar liggja fyrir gefur WelFur vísindalegt mat á á hvaða stigi dýravelferðin er. Svona gögn má ekki aðeins nota til að finna hvar og hvernig má gera betur til að auka dýravelferðina – gögnin má líka nota í pólitískum umræðum. 
 
„Welfur-matskerfið skoðar og endurspeglar staðreyndir en ekki tilfinningar. Ef einhver fer að gagnrýna ákveðið minkabú má vísa í WelFur-matskerfið og þar með leggja fram vottun um raunverulegt og vísindalegt mat á búinu. Þá verður erfiðara að leggja fram rök fyrir hinu gagnstæða þar sem vísindin ljúga ekki,“ segir Bente Krogh Hansen. 
 
Margar mismunandi mælingar
 
Um það bil 4-5 klst. tekur að framkvæma allar mælingar í WelFur-matskerfinu og bóndinn er ekki skyldur að vera við á meðan mælingarnar fara fram. Reyndar krefjast mælingarnar að matsmaðurinn einbeiti sér og því vilja þeir frekar gera flestar mælingarnar einir. Matskerfið inniheldur 22 mælingar á minkabúum og 23 mælingar á refabúum. 
 
Mælingarnar skiptist í þrjá flokka og byggjast á: Aðföngum, starfsvenjum og dýrum. Mælingar á aðföngum felast t.d. í því að skoða húsakostinn, t.d. er mælt hvort búrastærðin uppfyllir kröfur ESB og hvort vatnskerfið virkar fullkomlega þannig að öll dýrin hafi frjálsan aðgang að vatni. 
 
Mælingar á starfvenju felast m.a. í að kíkja á venjurnar í kringum aflífun dýra á meðan mælingar á dýrum beinast eðlilega að dýrunum sjálfum, þar sem m.a. er spurt: Hafa dýrin sár, feldnag eða sýna þau óeðlilega hegðun? Hvernig er holdafarið og hvernig bregðast dýrin við fólki?
 
Við matið eru skoðuð 120 hólf á minkabúum og 80 hólf á refabúum og þau eiga að vera dreifð úti um allt búið, en það tryggir raunverulega mynd af því búi sem verið er að meta. Að jafnaði opnar matsmaðurinn aldrei búrin en allar athuganir fara fram frá ganginum. Aðeins í tilfellum þar sem nauðsynlegt er að athuga t.d. hreyfingu ákveðins dýrs, má nota tól til að reyna að færa dýrið nógu mikið til að hægt sé að klára athugunina. 
 
„Það snýst allt um góðar starfsvenjur. Svo fremi að bóndinn fylgist með dýrunum og hugsar vel um þau, þá er ekki erfitt fyrir hann að fá WelFur-vottun.“– Bente Krogh Hansen, Welfur matsmaður
 
WelFur verðlaunar góðar starfsvenjur
 
Matsmaður WelFur skráir allar athuganirnar á spjaldtölvu og þaðan er gögnunum hlaðið upp á netþjón í Brussel. Gögnin eru síðan unnin og eftir þrjár heimsóknir, hverja á sínu tímabili, er matinu lokið.   
 
Því fleiri stig sem gefin eru (hámark 100), þess meiri er dýravelferðin á viðkomandi búi. Ef búið fær 55 stig fær það merkinguna „Velferð dýra í góðu lagi“ (e. „Good current standard“). Samkvæmt Bente Krogh Hansen er hins vegar ekki sérstaklega erfitt að fá góða einkunn. „Það snýst allt um góðar starfsvenjur. Svo fremi að bóndinn fylgist með dýrunum og hugsar vel um þau, þá er ekki erfitt fyrir hann að fá WelFur-vottun. Það felst í því að bóndinn eða starfsmenn hans fylgist með dýrunum daglega og að til séu vinnureglur varðandi veik dýr, þannig að þau séu meðhöndluð eða drepin ef þau sýna ekki bata eftir nokkra daga. Hafi maður 3-4 dýr saman í búri krefst það t.d. meira eftirlits. WelFur verðlaunar þá sem passa dýrin sín almennilega,“ segir hún. 
 
Samkvæmt ESB-reglugerðinni, sem gildir í öllum löndum í ESB er skylda að líta eftir dýrunum daglega, t.d. þegar verið er að fóðra, til að koma í veg fyrir að dýrin þjáist af verkjum eða séu særð. Uppfylli maður þær kröfur er maður á góðri leið með að ná WelFur-vottun. 
 
Fullkomið gagnasafn úr matskerfinu mun ekki aðeins gefa gott og vísindalegt yfirlit, það er einnig gott verkfæri til að komast að því hvað megi bæta á viðkomandi búi til að auka enn dýravelferð og fá enn fleiri stig við næstu heimsókn matsmanns WelFur.
 
Um WelFur
  • WelFur byggir á verkefninu „Welfare Quality“ sem unnið er á vegum Evrópusambandsins (The European Commission).
  • WelFur er vottunarkerfi sem metur dýravelferð á býlum. Frá árinu 2020 munu eingöngu verða boðin til sölu WelFur-vottuð skinn í evrópskum uppboðshúsum. 
  • WelFur matskerfið er sérstakt því þar eru teknar saman í eitt matskerfi mismunandi leiðir til að mæla dýravelferð. 
  • Þegar WelFur verður tekið í notkun mun það verða sterkasta og mest alhliða matskerfið til að meta dýravelferð í heilli heimsálfu.
  • WelFur verður tekið í notkun í Evrópu í janúar 2020. 
  • Þrjár heimsóknir þarf til að leggja WelFur-mat á viðkomandi bú. Þessar heimsóknir eiga sér stað á vetrartímabilinu, mjólkurskeiðinu og vaxtarskeiðinu. Þegar WelFur-matinu er lokið þarf að meta búið einu sinni á ári til að vottunin haldist gild. 
  • Nú þegar eru til viðmiðunarreglur (e. Protocol) WelFur fyrir mink og ref en reglur fyrir „finn raccoon“ eru í vinnslu.  

 

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...