Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
En nú nálgumst við þann stað að hægt sé að tala um sjálfbæra fjölgun geita og bænda en betur má ef duga skal.
En nú nálgumst við þann stað að hægt sé að tala um sjálfbæra fjölgun geita og bænda en betur má ef duga skal.
Mynd / BÞV
Af vettvangi Bændasamtakana 27. desember 2023

Gleymum ekki geitinni

Höfundur: Brynjar Þór Vigfússon, formaður búgreinadeildar geitabænda BÍ og formaður Geitfjárræktarfélags Íslands

Áhugi á geitum og afurðum þeirra eykst með hverju ári. Spunnin geitafiða, hágæða mjólkur- eða kjötafurðir seljast vel og eftirspurn oftast mikið meiri en framboð.

Brynjar Þór Vigfússon.

Einnig hefur þróast þó nokkur ferðaþjónusta í kringum geitina. Enda geitin skemmtileg og vinaleg og verðug til að auka hróður Íslands erlendis. Aðdáunarverður er óþrjótandi áhugi framtaksmikilla einstaklinga um allt land með sínar litlu hjarðir og vinnuna að baki við alla ræktunina og afurðirnar.

„Geitin er kýr fátæka mannsins“, er haft í flimtingum og líklegast rétt ef leitað er á tekjulistum en sé litið yfir ánægjuvogina má sjá geitabændur svífa hátt um á glaðlegu skýi. Ég fullyrði að allir geitabændur haldi geitur sér til skemmtunar með það að markmiði að viðhalda viðkvæmum stofninum á lífi. Tekjur og hagnaður eiga samt að fylgja með eins og í öllum öðrum búgreinum.

Ef ekki væri fyrir hugsjón og þrautseigju dugandi aðila værum við ekki með íslensku geitina á lífi því margt hefur dunið á. En nú nálgumst við þann stað að hægt sé að tala um sjálfbæra fjölgun geita og bænda en betur má ef duga skal. Til að grundvöllur sé fyrir að hjarðir stækki, bændum fjölgi og hvati til meiri nýtingu afurða, verður að vera fjölþættur stuðningur í boði. Fjármagn, ráðgjöf, pláss á markaði og við umræðuborðið.

Geitabændur fagna hverju nýfæddu kiði, hverjum mjólkurlítra, afurðum á markaði og framþróun en þó sérstaklega nýjum bændum. Þó þýðir það að opinberar greiðslur til þeirra minnki umtalsvert ár frá ári. Gleðin lifir ekki lengi ef varnarbaráttan er endalaus og án sigra. Það er því dapurt fyrir greinina þegar umtalsverð hækkun er á nauðsynlegu stílabókinni, eftirlitsaðilinn gleymir að kíkja við eða að afurðastöðvar bjóði sláturgripum einungis upp á dagsparta til að komast að í vinnslu.

Þannig virðist stundum enn þá litið niður á eða framhjá greininni og er það mjög miður og ætti að vera markmið allra aðila að breyta því til batnaðar.

Við sem þjóð höfum tekið á okkur skuldbindingar við að vernda íslensku geitina sem við verðum þá einnig að standa við og þétt að baki. Því má það ekki enda að stórum hluta á ábyrgð geitabænda með sínu takmarkaða lausafé að halda lífi í geitastofninum. Stofninn er enn þá í bráðri útrýmingarhættu og ekki má mikið út af bregða svo illa fari aftur.

Hjálpum bændum við ræktun og í að koma afurðum sínum á markað og virkjum þannig betur hlutverk geitarinnar sem nytjadýr í matar- og menningarflóru landsins.

Vel gerðir ostar, grafinn vöðvi eða hægeldað geitalæri með ora grænum og brúnni er herramanns matur sem hentar við hvaða tilefni sem er. Því er nauðsynlegt að við stöndum saman í hvívetna þegar kemur að geitinni og sláum hvergi af. Til geitabænda segi ég, takk kærlega fyrir ykkar óeigingjarna starf við að viðhalda stofni af þrautseigju og hugsjón í erfiðu umhverfi. Höldum áfram og sýnum saman hvað í okkur býr.

Með hátíðarkveðju óska ég að við sýnum geitabændum hvers kyns stuðning og hjálpumst að við að halda lífi í geitinni og sveitinni á nýju ári.

Skylt efni: geitfjárrækt

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...