Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hver eru laun bænda í samanburði við aðra í landinu?
Mynd / Guðrún Hulda Pálsdóttir
Af vettvangi Bændasamtakana 14. nóvember 2023

Hver eru laun bænda í samanburði við aðra í landinu?

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson

Í lögum um starfsumhverfi bænda er kveðið á um að kjör starfs­stéttarinnar skuli vera sambærilegar við aðrar stéttir þar sem krafa um þekkingu og ábyrgð gagnvart rekstri er svipuð.

Í þessu samhengi er yfirleitt miðað við laun iðnmenntaðra starfsgreina. Til að gera samanburðinn sem skýrastan hafa BÍ sett saman pott af iðnmenntuðum starfsstéttum, sumar í ábyrgðarstöðum, aðrar ekki, sótt meðal mánaðarlaun þeirra af Hagstofu Íslands og reiknað meðallaun úrtaksins.

Sést úrtakið í töflu sem hér fylgir. Þegar vísað er í laun samanburðarstéttar er vísað í meðallaun þessara starfstitla.

Til að reikna út kjör bænda ár hvert er stuðst við bæði laun og hagnað býlisins af rekstri, eins og þau eru gefin upp í rekstrar­reikningum í gögnum Hagstofunnar. Gefur þetta réttasta mynd af stöðunni því hagnaður af rekstri fer vissulega einnig í vasa bændanna eins og um hefðbundinn einkarekstur sé að ræða og sama sinnis hefur tap af rekstri einnig áhrif á heimilishaldið. Aðeins eru til opinber gögn fram til ársins 2021, nægar eru forsendurnar til að framreikna þau til ársins 2022 með ágætis nákvæmni. Er það byggt á aðfangaverði, afurðaverði, vaxtastigi og öðrum verðhækkunum. Er stuðst við Rekstrarrannsókn RML við þann uppsetning þar sem hægt er að sjá rekstur býla skipt niður í kostnaðar- og tekjuliði á ítarlegan hátt.


Til eru áætlanir fyrir stöðuna 2023 og teljum við okkur hafa ágætis yfirsýn yfir stöðu þessa árs en á þessum tímapunkti væri óábyrgt að birta þær, bæði vegna þess að árinu er ekki lokið og þar sem þau byggja á framreikningi af framreikningi. Það er nú orðið frekar langt síðan opinberar tölur fyrir þennan málaflokk hafa verið uppfærðar.
Sést í töflunni hér að ofan hversu mikið bil er á kjörum launa bænda og þeirra sem bændur eiga að vera miðuð við. Eins og sést þarna áætlum við að meðalafkoma sauðfjárbýlis sé neikvæð um tæplega hálfa milljón yfir árið og nautgripabús hafi verið neikvæð um rúmlega fjórar milljónir.

Á síðasta ári var afkoma kúabús næg til greiðslu upp á tæplega
115.000 krónur á mánuði að meðaltali. Vakin er athygli á að þessir útreikningar miða við einföld mánaðarlaun til samanburðar en ljóst er að flestum býlum er ekki sinnt af einu starfsgildi og því má áætla að munurinn sé í raun mun meiri.

Ljóst er að staðan hefur versnað til muna árið 2023, sér í lagi í kúa- og nautgripabýlum þar sem fjármagnskostnaður er farinn að vega mikið, rúmlega tvöfaldast á undanförnum tveimur árum og er nú vel rúmlega 5 milljarðar samanlagt fyrir kúabú.

Er ekki óalgengt að býli séu farin að greiða um og yfir 12 milljónir á ári í fjármagnskostnað, sem er langt um meira en bændurnir lifa á sjálfir. Teljum við yfirgnæfandi líkur á að allar þrjár búgreinar muni skila neikvæðri afkomu á þessu ári og að launagreiðslugeta verði engin nema með skuldaaukningu.

Öflug innlend matvælaframleiðsla
Lesendarýni 22. nóvember 2024

Öflug innlend matvælaframleiðsla

Kosningar í lok þessa mánaðar munu ekki einungis skera úr um hverjir sitja á Alþ...

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...