Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Úr matvöruverslun. Katrín telur að hugtakið „nægileg aðvinnsla“ sé afar matskennt en undir þeirri túlkun má merkja vörur með íslenska þjóðfánanum, þótt þær innihaldi ekki íslensk hráefni.
Úr matvöruverslun. Katrín telur að hugtakið „nægileg aðvinnsla“ sé afar matskennt en undir þeirri túlkun má merkja vörur með íslenska þjóðfánanum, þótt þær innihaldi ekki íslensk hráefni.
Mynd / ghp
Af vettvangi Bændasamtakana 19. ágúst 2024

Íslensk innflutt vara (með nægilegri aðvinnslu)

Höfundur: Katrín Pétursdóttir, lögfræðingur

Ísland er á meðal fámennustu fullvalda ríkja í heiminum, í 172. sæti af 195. Samtímis getum við sagt stolt að íslenskir bændur framleiða heilnæmar landbúnaðarafurðir með velferð dýra að leiðarljósi og samkvæmt ríkum aðbúnaðarkröfum ásamt lágmarks notkun á sýklalyfjum og plöntuvarnarefnum. Það er óumdeilt og það er aðdáunarvert.

Katrín Pétursdóttir.

Sýklalyfjaónæmi er ein stærsta heilbrigðisógn sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag og fer hún vaxandi með hverju ári. Neytendur geta því stigið skref í því að sporna gegn sýklalyfjaónæmi meðal annars með því að kaupa íslenskar landbúnaðarafurðir og koma þannig í veg fyrir frekari útbreiðslu.

Samkvæmt könnunum sem framkvæmdar hafa verið hér á landi vilja flestir íslenskir neytendur styðja innlenda matvælaframleiðslu, verslun og þjónustu. Flestir vilja vita hvaðan hráefnin koma, hvar og hvernig matvælin voru framleidd o.s.frv. og telja það mikilvægt. Framleiðendur íslenskra vara vilja margir hverjir svara kalli neytenda og markaðsetja vöru sína með óyggjandi hætti svo neytendur geti auðsjáanlega séð að vara eða framleiðslan sé íslensk í raun.

Bændasamtök Íslands og Samtök iðnaðarins sendu Alþingi erindi árið 2015 og impruðu á mikilvægi þess að unnt verði að nota þjóðfána Íslendinga til að auðkenna íslenska framleiðslu og töldu það styrkja íslenska framleiðslu og þar með atvinnulífið. Frumvarpi til laga um breytingu á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið var ætlað að bæta úr annmörkum á þágildandi löggjöf og opna fyrir þann möguleika að nýta megi þjóðfánann til auðkenningar á vöru og þjónustu sem er íslensk að uppruna. Orðin „íslensk að uppruna“ voru nýmæli og til þess að vara gæti talist slík yrði hún að veraframleiddhérálandiúrinnlendu hráefni að uppistöðu til.

Frumvarpið varð að lögum en þó með þeim breytingum að vara úr aðfluttu hráefni að hluta eða öllu leyti telst íslensk að því skilyrði uppfylltu að hún hafi hlotið nægilega aðvinnslu hérlendis. Tilgangur þess er að tryggja að nægilegur hluti virðisaukningar vöru verði til í landinu. Undantekning á því er að ef aðflutta hráefnið telst vera einkennandi hluti vörunnar og er eðlislíkt búvöru eða vöru sem er framleidd hér á landi á garðyrkjubýli, gróðrarstöð eða garðyrkjustöð. 

Lögin fjalla ekki nánar um hvað sé nægileg aðvinnsla og lagði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að ráðherra verði falið að útfæra nánar í reglugerð hvað teljist nægileg aðvinnsla, hvað teljist einkennandi hluti vöru og eðlislíkt hráefni og skilgreiningu framleiðslulands.

Ráðherra setti reglugerð nr. 618/2017 þar sem skilgreind er nægileg aðvinnsla á eftirfarandi hátt: „Framleiðsla eða vinnsla vöru sem skapar næga virðisaukningu til þess að unnt sé að meta vöruna íslenska.“ Erfiðlega reynist að sjá að um nánari útfærslu sé að ræða í reglugerðinni og verður að telja hugtakið „nægileg aðvinnsla“ enn matskennt og galopið til túlkunar.

Neytendur ættu að geta treyst því að með kaupum á vöru, þjónustu eða framleiðslu sem ber íslenska þjóðfánann í markaðssetningu séu þeir að styðja við innlenda framleiðslu. Með þessum forsendum sem liggja fyrir í málinu er enn óljóst hvers konar aðvinnsla sé nægileg, sem tryggir að nægilegur hluti virðisaukningar vöru hafi verið til í landinu til þess að uppfylla skilyrði laganna að nota þjóðfána Íslendinga í markaðssetningu. Það er ekki „Íslenskt staðfest“.

Þetta kallast á góðri íslensku að varalita svínið.

Verum til vinstri – verndum náttúruna
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Verum til vinstri – verndum náttúruna

Á meðan Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur staðið vörð um náttúruna og gæt...

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu

Að vera bóndi getur verið félagslega einangrandi, sérstaklega ef aldrei er svigr...

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best

Umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði er og á að vera ...

Landbúnaður í velsældarhagkerfi
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Landbúnaður í velsældarhagkerfi

Landbúnaður í heiminum öllum stendur frammi fyrir umbyltingu vegna framfara í ræ...

Þjóðarsátt um landbúnað til framtíðar
Lesendarýni 26. nóvember 2024

Þjóðarsátt um landbúnað til framtíðar

Landbúnaður og matvælaframleiðsla er elsta athafnasemi íbúa landsins og önnur af...

Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar
Lesendarýni 26. nóvember 2024

Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar

Samkvæmt Stjórnarráði Íslands þá á „Ríkissjóður Íslands [á] alls um 450 jarðir o...

Fjandsamlegt vaxtaumhverfi
Lesendarýni 25. nóvember 2024

Fjandsamlegt vaxtaumhverfi

Áherslur lýðræðisflokksins í landbúnaðarmálum eru í stuttu máli sem hér segir.

Öflug innlend matvælaframleiðsla
Lesendarýni 22. nóvember 2024

Öflug innlend matvælaframleiðsla

Kosningar í lok þessa mánaðar munu ekki einungis skera úr um hverjir sitja á Alþ...