Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Engin þörf á að hækka vexti
Mynd / Bbl
Lesendarýni 5. nóvember 2021

Engin þörf á að hækka vexti

Höfundur: Ásthildur Lóa Þórsdóttir

Nú sem oftar sýna vaxtaákvarðanir bankanna hvernig heimilin eru gjörsamlega varnarlaus og berskjölduð gagnvart lánastofn­unum.

Eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki í ársbyrjun hafa meginvextir Seðlabanka Íslands verið hækkaðir þrisvar, um 0,25 prósentustig í hvert skipti. Flestir lánveitendur hafa fylgt þeim hækkunum dyggilega eftir með sambærilegum hækkunum á vöxtum húsnæðislána og þannig lagt auknar fjárhagslegar byrðar á stærstan hluta íslenskra heimila.

Þessar vaxtahækkanir eru ekkert lögmál og engin þörf á þeim

Það sem af er ári hafa bankarnir skilað vænum hagnaði eða á hálfu ári meira en árshagnaði þeirra hvert undanfarinna þriggja ára þrátt fyrir þrengingar vegna heimsfaraldurs. Á næstu dögum birta þeir afkomutölur þriðja ársfjórðungs sem hefur verið boðað að verði enn betri.

Með svo góða afkomu sem raun ber vitni geta bankarnir ekki með nokkru móti haldið því fram að nein þörf sé á því að hækka vexti húsnæðislána. Nægur er hagnaðurinn fyrir og engin þörf á að sækja hærri vaxtatekjur úr vösum neytenda.

Bankarnir skulda heimilunum vaxtalækkanir

Hagsmunasamtök heimilanna sendu í vikunni frá sér áskorun til stjórnenda og eigenda bankanna að láta neytendur njóta góðs af velgengninni og sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að halda aftur af frekari vaxtahækkunum á húsnæðislánum.

Samtökin minntu jafnframt á þá staðreynd að bankarnir skulda heimilum landsins enn þá töluverðar vaxtalækkanir. Á tímabili munaði 230% á því sem vextir bankanna voru og því sem þeir hefðu átt að vera ef vaxtalækkanir Seðlabankans skiluðu sér jafn vel til neytenda og hækkanir.

Heimilin eiga þessar vaxta­lækkanir inni hjá lánastofnunum og þeim ber að gera upp skuld sína við þau og endurgreiða oftekið fé. Það minnsta sem þeir gætu gert væri að hækka ekki vexti og draga nýlegar hækkanir þeirra til baka.

Ríkisstjórnin beiti eigendavaldi sínu

Heimilin eru ekki veiðilendur bankanna til að auka nú þegar stjarn­fræðilegan hagnað þeirra. Vissulega hefur verðbólga aukist en bankarnir eru augljóslega ekki á flæðiskeri staddir og þurfa ekkert á því að halda að hækka álögur á heimili landsins sem mörg hver berjast nú þegar í bökkum.

Gæta þarf að og verja réttar­stöðu neytenda gagnvart þessu ofurvaldi.

Tveir af þremur bönkum eru í meirihlutaeigu ríkisins.

Nú þarf ríkisstjórnin að beita eigendavaldi sínu og grípa inn í þessa oftöku af varnarlausum heimilum landsins sem er algjörlega ónauðsynleg, ekki síst með hliðsjón af gríðarlegum hagnaði bankanna.

Heimilin eru ekki fóður fyrir bankana!


Ásthildur Lóa Þórsdóttir
3. þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Flokk fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf
Lesendarýni 10. maí 2024

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf

Með vorinu vaknar náttúran til lífs enn á ný og fólk flykkist út til að njóta he...

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði
Lesendarýni 9. maí 2024

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði

Þann 1. júní nk. fara fram forsetakosningar og ljóst að kjósendur geta valið á m...

Skattaívilnanir í skógrækt
Lesendarýni 8. maí 2024

Skattaívilnanir í skógrækt

Í marsmánuði var hin árlega fagráðstefna Skógræktar á Íslandi haldin.

Dásamlega íslenska sveitin
Lesendarýni 6. maí 2024

Dásamlega íslenska sveitin

Þegar maður kemst á miðjan aldur, þá staldrar maður aðeins við og veltir fyrir s...

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...