Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hagræðing í sláturiðnaði og íslenskar aðstæður
Lesendarýni 14. febrúar 2023

Hagræðing í sláturiðnaði og íslenskar aðstæður

Höfundur: Sigurjón R. Rafnsson, formaður Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.

Frumvarp um hagræðingu í sláturiðnaði verður ekki lagt fram í febrúarmánuði líkt og boðað hafði verið af hálfu matvælaráðherra.

Sigurjón R. Rafnsson.

Þess í stað ráðgerir ráðherra að leggja fram annað frumvarp í haust sem „...heimilar fyrirtækjum í meirihlutaeigu framleiðenda að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti líkt og tíðkast í nágrannalöndunum...“, samkvæmt tilkynningu frá matvælaráðuneytinu.

Ráðherra hefur boðað að við vinnslu þess frumvarps verði einkum horft til reglna ESB og Noregs og að markmið frumvarpsins verði að styrkja stöðu framleiðenda búvara og skapa tækifæri til samvinnu og verðmætasköpunar. Þannig skal nýja frumvarpið tryggja „...að innlendir framleiðendur hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og starfsemi en tíðkast í nágrannalöndum okkar...“ en ljóst er að aðstöðumunurinn er mikill í dag.

Víðtækar undanþágur við lýði í áratugi

Bæði í Noregi og ESB, hvort sem er í ESB-rétti eða landsrétti einstakra landa, hefur landbúnaðurinn haft víðtækar undanþágur frá samkeppnisreglum í áratugi.

Undanþágur frá samkeppnisreglum þessara landa og ríkjabandalags eru gerðar til að stuðla að því að markmið landbúnaðarstefna nái fram að ganga en markmið þeirra eru önnur en markmið samkeppnislaga. Allt frá 1958 hefur verið viðurkennd forgangsregla í ESB rétti sem stuðlar að forgangsáhrifum landbúnaðarstefnu ESB gagnvart samkeppnisreglum. Í Noregi hefur verið undanþága allt frá setningu samkeppnislaga 1993 og var undanþágunni breytt árið 2004. Landbúnaður innan Noregs og ESB hefur því verið í allt annarri samkeppnisstöðu en íslenskur landbúnaður um áratugaskeið.

Undanþágur í einstökum aðildarríkjum ESB eru breytilegar eftir löndum enda er tekið mið af aðstæðum í hverju landi þegar þær eru festar í lög. Þannig er misjafnt hve víðtækar þær eru sem og hverjar kröfur til eignarhalds fyrirtækjanna eru. Ekki er gert ráð fyrir að fyrirtækin séu ávallt í eigu framleiðenda líkt og Samkeppniseftirlitið hefur gefið til kynna og var ástæða hluta gagnrýni stofnunarinnar á frumvarpsdrög ráðherra sem hefur nú verið fallið frá að leggja fram. Þetta skiptir máli enda flestar kjötafurðastöðvar á Íslandi í blandaðri eigu og því lykilatriði hvaða skilyrði eru sett um eignarhald þegar kemur að möguleikum fyrirtækja til að nýta það svigrúm til hagræðingar sem nýtt frumvarp á að veita.

Undanþágur aðlagaðar að aðstæðum hvers lands

Hvorki reglur ESB né einstakra aðildarríkja sem Ísland ber sig saman við gera kröfur um að afurðastöðvar séu að fullu í eigu bænda heldur er skilyrði að afurðastöðvar teljist undir stjórn eða yfirráðum bænda.

Má þar nefna Svíþjóð og Finnland sem dæmi. Þannig getur afurðastöð sem er undir stjórn eða yfirráðum bænda fallið undir undanþágu frá samkeppnisreglum þótt aðrir aðilar séu meðeigendur að því tilskildu að bændur fari með stjórn afurðastöðvarinnar.

Sama gildir þegar afurðastöð er rekin í formi samvinnufélags. Þótt hluti félagsmanna sé t.d. hættur bústörfum og/eða horfinn til annarra starfa en enn félagsaðilar, þá nýtur slík afurðastöð áfram undanþágu frá samkeppnislögum sé hún undir stjórn bænda.

Þá er ekkert í þessum löndum sem kemur í veg fyrir blandaða starfsemi afurðastöðva en undanþágur eiga þá eingöngu við um landbúnaðarstarfsemina eðli málsins samkvæmt.

Hagræðing til heilla

Markmið allra undanþága land- búnaðarins frá samkeppnisreglum, hvar sem er í Evrópu, er að bæta og koma á stöðugleika í afkomu bænda. Í þýskum rétti er t.d. tiltekið að undanþága fyrir landbúnað tryggi aukinn stöðugleika í afkomu bænda – það er reyndar talið sérstaklega mikilvægt vegna krefjandi rekstrar- skilyrða. Í því sambandi er vísað til síbreytileika veðurfars og áhrif þess á rekstrarskilyrði, t.d. sprettu, vöxt búfjár, o.s.frv.

Því er mikilvægt að við setningu undanþága fyrir íslenskan landbúnað sé litið sérstaklega til íslenskra aðstæðna þótt mið sé tekið af reglum ESB og Noregs.

Þannig er hægt að skapa betra rekstrarumhverfi fyrir afurða- stöðvar til hagsbóta fyrir bændur, afurðastöðvarnar sjálfar og neytendur í landinu.

Skylt efni: sláturhús

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...