Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Land tækifæranna um land allt
Lesendarýni 4. júní 2024

Land tækifæranna um land allt

Höfundur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Á ferðum mínum um landið heyri ég reglulega af einstökum hugmyndum fólks sem farnar eru að skapa ný störf í heimabyggð.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Hugvitið er óþrjótandi auðlind. Þegar það er virkjað á réttan hátt getur það skapað verðmæt störf og skapað frjótt umhverfi sem laðar að nýja hugsun og hugmyndir. Það skiptir máli að um land allt geti hugmyndir orðið að veruleika, að til sé frjór jarðvegur og stuðningsumhverfi svo við sköpum aukin verðmæti. Aðgangur að þeim stuðningi sem í boði er má ekki einskorðast við höfuðborgarsvæðið heldur á að vera aðgengilegur um land allt. Í byggðaáætlun var meðal annars kveðið á um mikilvægi þess að nýsköpunargátt verði fyrsti snertiflötur frumkvöðla við stuðningsumhverfi nýsköpunar til að miðla á einum stað upplýsingum frá ólíkum áttum.

Nýsköpunarumhverfið hefur nú nýjan vettvang með Skapa. is – nýsköpunargáttinni. Þar geta frumkvöðlar og sprotafyrirtæki fundið allar upplýsingar sem þau þurfa um nýsköpun, m.a. á landsbyggðinni. Vefsíðan býður upp á nýsköpunardagatal og upplýsingar um styrki, stuðning, starfsemi og tengda viðburði sem auðveldar frumkvöðlum um allt land að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og nýta sér stuðningsumhverfið.

Mikilvægt er að halda áfram að einfalda umhverfið og gera það aðgengilegra. Í þriðja sinn munum við nú úthluta úr Lóu – nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina. Lóa stuðlar að því að fjölga nýsköpunarverkefnum og styrkja byggðir og landshluta. Bæði Lóan og Nýsköpunargáttin voru sett í forgang sem ný og mikilvæg verkefni í stað Nýsköpunarmiðstöðvarinnar sem lögð var niður. Nýsköpunarverkefnin sem hafa hlotið styrki frá Lóu eru ótrúlega fjölbreytt, koma úr öllum landshlutum og bera þess merki hvað mikið er að gerast um allt land.

Með öflugu stuðningsumhverfi nýsköpunar verður tækifærum fjölgað um allt land til að efla atvinnulíf og menningu, styrkja búsetu og byggja upp til framtíðar. Við sjáum hvernig hugvitið getur skapað spennandi framtíð fyrir okkur sem viljum hafa fjölbreyttari valkosti um búsetu og ný störf sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur í dag. Þessi þróun er hafin en vegferðinni er langt frá því að vera lokið.

Með áframhaldandi stuðningi við nýsköpun og frumkvöðlastarf getum við tryggt að Ísland verði land tækifæranna um land allt.

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...