Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Land tækifæranna um land allt
Lesendarýni 4. júní 2024

Land tækifæranna um land allt

Höfundur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Á ferðum mínum um landið heyri ég reglulega af einstökum hugmyndum fólks sem farnar eru að skapa ný störf í heimabyggð.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Hugvitið er óþrjótandi auðlind. Þegar það er virkjað á réttan hátt getur það skapað verðmæt störf og skapað frjótt umhverfi sem laðar að nýja hugsun og hugmyndir. Það skiptir máli að um land allt geti hugmyndir orðið að veruleika, að til sé frjór jarðvegur og stuðningsumhverfi svo við sköpum aukin verðmæti. Aðgangur að þeim stuðningi sem í boði er má ekki einskorðast við höfuðborgarsvæðið heldur á að vera aðgengilegur um land allt. Í byggðaáætlun var meðal annars kveðið á um mikilvægi þess að nýsköpunargátt verði fyrsti snertiflötur frumkvöðla við stuðningsumhverfi nýsköpunar til að miðla á einum stað upplýsingum frá ólíkum áttum.

Nýsköpunarumhverfið hefur nú nýjan vettvang með Skapa. is – nýsköpunargáttinni. Þar geta frumkvöðlar og sprotafyrirtæki fundið allar upplýsingar sem þau þurfa um nýsköpun, m.a. á landsbyggðinni. Vefsíðan býður upp á nýsköpunardagatal og upplýsingar um styrki, stuðning, starfsemi og tengda viðburði sem auðveldar frumkvöðlum um allt land að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og nýta sér stuðningsumhverfið.

Mikilvægt er að halda áfram að einfalda umhverfið og gera það aðgengilegra. Í þriðja sinn munum við nú úthluta úr Lóu – nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina. Lóa stuðlar að því að fjölga nýsköpunarverkefnum og styrkja byggðir og landshluta. Bæði Lóan og Nýsköpunargáttin voru sett í forgang sem ný og mikilvæg verkefni í stað Nýsköpunarmiðstöðvarinnar sem lögð var niður. Nýsköpunarverkefnin sem hafa hlotið styrki frá Lóu eru ótrúlega fjölbreytt, koma úr öllum landshlutum og bera þess merki hvað mikið er að gerast um allt land.

Með öflugu stuðningsumhverfi nýsköpunar verður tækifærum fjölgað um allt land til að efla atvinnulíf og menningu, styrkja búsetu og byggja upp til framtíðar. Við sjáum hvernig hugvitið getur skapað spennandi framtíð fyrir okkur sem viljum hafa fjölbreyttari valkosti um búsetu og ný störf sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur í dag. Þessi þróun er hafin en vegferðinni er langt frá því að vera lokið.

Með áframhaldandi stuðningi við nýsköpun og frumkvöðlastarf getum við tryggt að Ísland verði land tækifæranna um land allt.

Matvöruverðbólga – af hverju hækkaði matvælaverð mismikið milli landa?
Lesendarýni 15. apríl 2025

Matvöruverðbólga – af hverju hækkaði matvælaverð mismikið milli landa?

Á árunum 2021 til 2025 hækkaði matvælaverð í Evrópu víða verulega.

Innflutningur á erlendu kúakyni til mjólkurframleiðslu
Lesendarýni 14. apríl 2025

Innflutningur á erlendu kúakyni til mjólkurframleiðslu

Í kjölfar umræðu um innflutning á erlendu kúakyni til mjólkurfram - leiðslu vill...

Táknmynd Íslands
Lesendarýni 2. apríl 2025

Táknmynd Íslands

Hver skyldi myndin vera sem kemur upp í huga flestra útlendinga þegar Ísland er ...

Hringrásargarðar á Íslandi
Lesendarýni 1. apríl 2025

Hringrásargarðar á Íslandi

Hugmyndin um hringrásargarða hefur rutt sér til rúms sem leið að vistvænni iðnþr...

Tilhæfulaus fyrirgangur
Lesendarýni 27. mars 2025

Tilhæfulaus fyrirgangur

Að undanförnu hefur mikill fyrirgangur verið vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjór...

Vandi bænda í ESB
Lesendarýni 25. mars 2025

Vandi bænda í ESB

Landbúnaður í Evrópusambandinu stendur frammi fyrir miklum áskorunum sem ógna bæ...

Myglufaraldur í húsum
Lesendarýni 19. mars 2025

Myglufaraldur í húsum

Fréttir berast reglulega um myglu í húsum, jafnvel svo útbreidda, að rífa þurfi ...

Hvað er Gvendardagur?
Lesendarýni 14. mars 2025

Hvað er Gvendardagur?

Á liðnum árum og áratugum hafa slæðst inn í dagatal okkar dagar sem bera hin ýms...