Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nokkrir þankar – að gefnu tilefni
Lesendarýni 29. apríl 2016

Nokkrir þankar – að gefnu tilefni

Höfundur: Árni Bragason
Vegna anna hef ég ekki gefið mér tíma fyrr að rita á blað þær hugsanir er fóru í gegnum huga minn á jóladagsmorgun síðastliðinn.
 
Þegar ég var búinn að sópa alla garða, sáldra dálitlum fóðurbæti í þá og fylla þá svo af ilmandi nýræktarheyi, settist ég á eitt garðabandið, horfði á ærnar éta og lét hugann reika, og þá meðal annars til reiknings frá Húnavatnshreppi sem mér barst í pósti 10. desember með eindaga 22. desember fyrir álögð fjallskil. Mér fannst í meira lagi undarlegt að fá rukkun fyrir fjallskilum á meðan ekki er búið að klára að smala afréttinn, eins og sveitarfélaginu ber skylda til að gera samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Austur-Húnavatnssýslu nr. 299/3 mars 2009. Allavega það fé sem vitað var um eða búið var að sjá meðal annars úr flugleit í haust.
 
Hvað skyldu margar kindur hafa runnið á milli Haukagilsheiðar og Víðidalstunguheiðar á þeirri viku, rúmlega það, sem leið á milli þess að smöluð var Haukagilsheiði og þeir í V.-Hún. smöluðu Víði­dalstunguheiði?
 
Hvað skyldu þær vera margar sem runnu þar á milli og ekkert var aðhafst til að gá að, eða reyna að ná?
Skyldu þær vera á lífi enn, þessar sem runnu á milli eða eru þær allar dauðar, annaðhvort úr hungri eða hefur tófan séð um þær?
 
Hvernig skyldi vera með þær kindur sem sáust úr flugleit fram í Fljótsdrögum í september og aldrei voru sóttar? Skyldu þær vera enn á lífi? Ef þær eru á lífi þá fá þær hvorki hey né annað fóður á þessum hátíðardegi heldur þurfa að krafsa í snjóinn og ná þar í eitt sinustrá sér til lífsviðurværis. Auk þess að verjast ágangi tófunnar sem situr gjarnan um eftirlegukindur.
 
Á sama tíma setjast fjall­skilanefndarmenn og sveitarstjórnarmenn, sem bera ábyrgð á þessum málum, að dúkuðu jólaborði hlöðnu alls konar kræsingum. Ekki er ólíklegt að þar leynist svo sem eitt villikryddað lambalæri með hamborgarhryggnum og hangikjötinu.
 
Þeir hafa engar áhyggjur af hvort kindur séu eftir fram á heiðum eða gangi úti í heimalöndum – já, eða hvort þær á annað borð lifi af eða verði hungurdauðar. Mér finnst orka mjög tvímælis að hafa menn í stjórn, hvort heldur það sé fjallskilastjórn eða sveitarstjórn sem sjá ekki sóma sinn í að láta ná í það fé sem vitað er um á afrétti eða í heimalöndum á haustin.
 
Og að lokum, ef ég á að vera alveg hreinskilinn, fyrir hvað greiðum við fjallskil …?
  
Lifið heil.
Ritað í Sunnuhlíð,
Árni Bragason
Öflug innlend matvælaframleiðsla
Lesendarýni 22. nóvember 2024

Öflug innlend matvælaframleiðsla

Kosningar í lok þessa mánaðar munu ekki einungis skera úr um hverjir sitja á Alþ...

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...