Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Ráðuneytið hirtir sveitarstjórnir vegna ágangsmála
Mynd / Sven Pieren
Lesendarýni 6. júní 2024

Ráðuneytið hirtir sveitarstjórnir vegna ágangsmála

Höfundur: Kristín Magnúsdóttir, lögfræðingur

Ítarlegt álit umboðsmanns Alþingis, dagsett 11. október 2022, fjallaði um aldagamlan og stjórnarskrárvarinn rétt landeigenda að vera lausir við ágang.

Kristín Magnúsdóttir.

Álitið var einstaklega illa lesið af forráðamönnum hagsmunasamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtökum Íslands, því sl. sumar sendu samtökin sveitarstjórnum bréf um að nýyrðið „lausaganga“, (kom fyrst fyrir í lögum um búfárhald árið 1991), merkti að kindaeigendur þyrftu ekki lengur að gæta kinda sinna í byggð. Tilgangur samtakanna var að fá sveitarstjórnir til að hundsa álit umboðsmanns og fyrirmæli laga um að smala ágangsfé.

Sveitarfélög neita að fara að lögum

Nokkur sveitarfélög kusu að hlýða hagsmunasamtökunum frekar en umboðsmanni Alþingis og neituðu að smala ágangsfé. Nýlega hirti innviðaráðuneytið tvö þeirra hraustlega í úrskurðum.

Úrskurður 16. febrúar sl.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar neitaði að smala ágangsfé og bar fyrir sig að lausaganga væri leyfð skv. fjall- skilasamþykkt ofan fjallskilagirðingar og að land ágangsþola væri bæði ófriðað og ógirt. Ráðuneytið gerir ekkert með fyrirslætti sveitarfélagsins og segir m.a:

„Þá telur ráðuneytið, með hliðsjón af umfjöllun umboðsmanns, að ekki verði séð að ákvæði annarra laga (innskot; t.d. um lausagöngu búfjár eða friðun landa) felli niður skyldur sveitarfélaga skv. IV. kafla laga um afréttarmálefni með skýrum og ótvíræðum hætti eins og nauðsynlegt er til að skilyrði eignaréttarákvæðis stjórnarskrárinnar verði uppfyllt hvað varðar takmörkun á eignaréttindum jarðareigenda m.t.t. ágangs búfjár.“

Ráðuneytið segir ákvörðun sveitarstjórnarinnar ólögmæta. Henni sé skylt að smala ágangsfé og skipti engu hvort landið sé friðað, girt eða ógirt. Þá húðskammar ráðuneytið sveitarstjórnina fyrir málflutninginn og minnir á að sveitarstjórnir þurfa að gæta þess að þær upplýsingar og viðhorf sem þær láti frá sér séu réttar og framsetning sé eðlileg og sanngjörn gagnvart hlutaðeigandi borgara.

Úrskurður 18. apríl sl.

Sveitarstjórn Fjarðabyggðar afgreiddi ekki erindi landeiganda um smölun á ágangsfé, en þvældi erindinu fram og til baka á milli funda og nefnda – án þess að taka ákvörðun! Ráðuneytið kveður sveitarfélagið hafa brotið lög á ágangsþolanda. Um málshraða ágangsmála hjá sveitarstjórnum segir ráðuneytið:

„Að mati ráðuneytisins er úrlausnarefni þessa máls þess eðlis að það þurfi skjótrar úrlausnar. Er afstaða ráðuneytisins m.a. byggð á því að ágangur búfjár getur valdið allnokkru tjóni á landi þess sem fyrir honum verður og því brýnt að koma í veg fyrir frekara tjón eins fljótt og auðið er.“

Lögbrjótar í sveitarstjórnum

Það er undarlegt þegar stjórnvald, sem byggir alla sína tilvist á að þegnarnir fari að lögum, og hefur eftirlitsskyldu með því á fjölmörgum sviðum, skuli ítrekað, og að því að virðist vitandi vits, brjóta auðskilin landslög. Slík stjórnsýsla fellur undir valdníðslu, sem er refsiverður glæpur.

Hvað þýðir „lausaganga“...?

„Lausaganga“ merkir einfaldlega búfé í sínu heimalandi, án þess að vera (nauðsynlega) girt þar inni. Það breytir engu um að búfjáreigandinn ber fulla ábyrgð á því að dýrin hans fari ekki þangað sem þau mega ekki vera. Þegar „lausaganga“ er bönnuð verða búfjáreigendur að girða utan um búfé sitt í heimalandinu. Kindur á afréttum, eru ekki í „lausagöngu“, heldur í afréttargöngu. Kindur sem fara úr heimalandinu í önnur heimalönd eru ekki í „lausagöngu“ heldur ágangsfé, sem sveitarstjórnum ber að láta smala eins fljótt og verða má.

Niðurstaða

Enn og aftur er staðfest að sveitarfélögum ber að smala ágangsfé, hvort heldur „lausaganga“ er leyfð eða ekki, hvort heldur landið er girt eða ógirt og hvort heldur landið er friðað eða ekki. Þá ber sveitarstjórn að hraða málsmeðferðinni sem mest hún má, til að draga úr tjóni landeigandans.

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...