Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Refshalabragur
Lesendarýni 14. mars 2016

Refshalabragur

Höfundur: Rúnar Kristjánsson
Í þarsíðasta tölublaði Bænda­blaðsins var ­mik­­ill pistill þar sem Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn við Djúp, lagði út af þingsályktunartillögu. Var þar um að ræða tillögu Róberts Marshall alþingismanns um eflingu rannsókna á vistfræði melrakkans. 
 
Við lestur á þessum mikla pistli varð Rúnari Kristjánssyni að orði:
 
Við refshala ráð sitt binda
rannsóknar teymi gleið.
Vörn þar um varga mynda,
víkja þar hvergi af leið.
Lífsrétti lamba og kinda
leyfa ekki kjörin greið.
Leggja til leiðsögn blinda,
lofandi falskan seið!
 
Makráðar menntahræður
mæna í gegnum rör.
Heimskan þar hugsun ræður,
hyllir öll villusvör.
Andlegar innistæður
eru þar hvergi í för.
Því hefur skolli skæður
skínandi vaxtarkjör!
 
Þarf ekki það að efa,
þar með er stefnt í grand.
Kerfið með krepptum hnefa
kýlir svo margt í strand.
Sérfræðin sést þar vefa
svikræðis vistarband.
Sælulíf radíó-refa
rækta skal vítt um land!
 
Eykur á meinsemd marga
myglunnar kerfishús.
Hjörðin sem ver þar varga
villunni þjónar fús.
„Refum er ráð að bjarga,
rétt eins og smæstu lús.“
Dómsorð þau djarft vill garga
dulítil hagamús!
 
Vargsháttur villukerfa
víst er þeim fylgja þjál.
Fast mun að sveitum sverfa,
syrta um strönd og ál.
Æðarvarpsbændur erfa
alls konar vandamál.
Rjúpur í refinn hverfa,
rándýrin léku á Pál!
 
Lögmál er ljótt að brjóta,
leiður er varga þys.
Eitt vill þar öðru hóta,
allt fer þar góðs á mis.
Lífkeðjan heill mun hljóta
hendi hana ekki slys.
Náttúran þarf að njóta
nærandi jafnvægis!
 
Býður ei lausnar lykla
lyginnar flækjusvar.
Spóla þó víða og sprikla
sponsaðir aumingjar.
Þarf ekki um stórt að stikla,
stefnt er til bölvunar.
Marshall-aðstoðin mikla
mælist á núlli þar!
Lýsingar enginn ýkir
af því sem reyndin ber.
Rétthugsun svikul sýkir
samfélagsandann hér.
Þingmenn af þótta ríkir
þvaðra og dilla sér,
dýrbítum ljótum líkir,
leggjast á hvað sem er!
 
Íslenskir vargavinir,
vábeiður kvikusands,
verða aldrei vaxtarhlynir,
vindhanar hrokastands.
Hugar og hæfnislinir
halda þeir beint til grands,
hálfu verri en hinir
heimskingjar þessa lands!
 
Sérfræði sumra manna
sjálfkrafa vinnur spjöll.
Skynsemin skýra og sanna
skelfist þar dæmin öll.
Er milli allra tanna
andsetin kerfishöll.
Mótmæli sveina og svanna
svelli um Austurvöll!
 
Rúnar Kristjánsson 
(Ort að kveldi 12.2.2016 eftir lestur góðrar greinar I.A. í Bændablaðinu) 
Hvað er Gvendardagur?
Lesendarýni 14. mars 2025

Hvað er Gvendardagur?

Á liðnum árum og áratugum hafa slæðst inn í dagatal okkar dagar sem bera hin ýms...

Tækifæri í kolefnisjöfnun
Lesendarýni 13. mars 2025

Tækifæri í kolefnisjöfnun

Undanfarin ár hefur verið nokkur umræða um kolefnisjöfnun sem loftslagsaðgerð. B...

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar
Lesendarýni 13. mars 2025

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar

Á Íslandi eru nú plön um að reisa um 30 vindmyllugarða víðs vegar um landið í na...

Áhættumat erfðablöndunar – hvað næst?
Lesendarýni 12. mars 2025

Áhættumat erfðablöndunar – hvað næst?

Í þessari grein er fjallað um blöndun á eldislaxi við villtan lax sem gerist þeg...

Kýrlaus varla bjargast bær
Lesendarýni 12. mars 2025

Kýrlaus varla bjargast bær

Í síðasta Bændablaði birtu Baldur Helgi Benjamínsson og Jón Viðar Jónmundsson ág...

Um áveitur og endurheimt mýra
Lesendarýni 11. mars 2025

Um áveitur og endurheimt mýra

Nýverið gekk ég yfir götuna á Hvanneyri og heimsótti Bjarna Guðmundsson, fyrrver...

Heilbrigð umgjörð um íslenskan landbúnað
Lesendarýni 10. mars 2025

Heilbrigð umgjörð um íslenskan landbúnað

Fyrsta kjördæmavika á nýju kjörtímabili er nýliðin. Við í Viðreisn ákváðum að ha...

Nýir orkugjafar og hagkvæmni
Lesendarýni 28. febrúar 2025

Nýir orkugjafar og hagkvæmni

Í fyrri grein undirritaðs í blaðinu frá 19. des. sl. „Loftslagsmál og orka“ er f...