Réttað hjá félagi tómstundabænda
Réttað var í Húsavíkurrétt á dögunum og var margt um manninn í réttinni.
Að sögn Atla Vigfússonar í Laxamýri er forystuhrúturinn Moli mjög sérstakur og vel þekktur á Húsavík, en fagnaðarfundir urðu þegar þeir félagar, Aðalsteinn Árni Baldursson, hittust í réttinni.
Vegna þoku þurfti að seinka smölun um einn dag en það kom ekki að sök. Mikill áhugi er á fjárrækt í félagi tómstundabænda á Húsavík og er réttardagurinn jafnan mikill hátíðisdagur.
Að sögn Atla komu allir með fjárbókina og vel var fylgst með heimtum. Féð var fallegt að sjá og heldur vænna en í fyrra.