Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Skýr skógræktarstefna
Lesendarýni 30. júní 2023

Skýr skógræktarstefna

Höfundur: Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri.

Því er stundum haldið fram að skógrækt sé skipulagslaus, jafnvel stjórnlaus, að verið sé að rækta skóg „út um allt“ og að fyrir því séu engin rök eða markmið. Svo er gengið lengra og talið upp eitt og annað sem skógrækt getur haft áhrif á.

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri.

Gefið er í skyn að þau áhrif séu eingöngu neikvæð, jafnvel hættuleg einhverjum hagsmunum. En eitt er að fólk haldi slíkum skoðunum fram, annað að unnið sé leynt og ljóst að því að hindra eða koma í veg fyrir skógrækt.

Eflaust er það einstaklingsbundið hvað vakir fyrir þeim sem leggjast gegn skógrækt. Hugsanlega gera þeir sér þó ekki grein fyrir því að þar með séu þeir að leggjast gegn mjög vel ígrundaðri, viðamikilli og afar mikilvægri stefnumörkun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Flestum er ljóst að nokkur atriði vega þyngst í að skapa loftslagsvandann sem mannkynið stendur nú frammi fyrir. Sé leitað að helstu orsökum loftslagsbreytinga á Google kemur þetta fram efst á blaði: „Burning fossil fuels, cutting down forests and farming livestock are increasingly influencing the climate and the earth's temperature. This adds enormous amounts of greenhouse gases to those naturally occurring in the atmosphere, increasing the greenhouse effect and global warming.“ (Í: Brennsla jarðefnaeldsneytis, skógareyðing og búfjárrækt hefur sífellt meiri áhrif á loftslag og hitastig jarðar. Þetta bætir gríðarlegu magni gróðurhúsalofttegunda við þær sem eru náttúrulegar í andrúmsloftinu, eykur gróðurhúsaáhrif og hlýnun jarðar.)

Ef draga á úr hraðfara loftslagsbreytingum af mannavöldum er jafnframt nokkuð ljóst hvað þurfi að gera. Draga þarf úr notkun jarðefnaeldsneytis sem orkugjafa jafnframt því að draga CO2 úr andrúmsloftinu. Stöðva þarf skógareyðingu jafnframt því að rækta nýja skóga í stað þeirra sem hafa tapast. Breyta þarf neysluvenjum þannig að dregið verði úr hlutfalli kjöts í fæðu fólks.

Við þetta er miserfitt að eiga og mannkynið hefur ekki enn náð tökum á vandanum. Hins vegar liggja fyrir mjög skýr markmið á öllum stigum stjórnsýslu. Frægt er að Sameinuðu þjóðirnar hafa sett sér markmið um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 °C. Það kemur fram í Parísarsamkomulaginu. Í sama samkomulagi kemur einnig fram að meðal leiða til að ná því markmiði sé að stórauka skógvernd og skógrækt um allan heim. Það er ekki lagt fram að óathuguðu máli og er ekki til marks um skort á markmiðum.

Evrópusambandið hefur sett sér markmið um verulegan árangur í loftslagsmálum fyrir árið 2030 og er Ísland aðili að því samkomulagi. Auk þess hafa íslensk stjórnvöld sett sér markmið um kolefnishlutleysi árið 2040. Í báðum tilvikum er m.a. horft til stóraukinnar skógræktar ef takast á að ná þeim markmiðum.

Stjórnvöld á alþjóðavísu, Evrópuvísu og landsvísu hafa lagt fram markmið um aukna skógrækt í þágu kolefnisbindingar sem þátt í að takast á við loftslagsvandann. Stefnumörkunin er skýr. Það á að rækta meiri skóg. Miklu meiri skóg. Það er þó ekki gert án hugsunar eða skipulags því jafnmikilvægt er að skógurinn vaxi vel, að hann falli að umhverfinu og samfélagið sé sátt við hann til að markmiðunum verði náð. Á Íslandi er þetta gert í samræmi við nýlega setta skógræktarlöggjöf, landsáætlun sem ráðherra gaf út á liðnu hausti og ýmis lög s.s. um náttúruvernd, minjavernd og skipulag. Háskólamenntaðir sérfræðingar vinna skógræktaráætlanir og þær fara gegnum formlegt ferli hjá sveitarstjórnum. Markmiðin eru skýr og einnig stefnan og umgjörðin.

Samkvæmt endurteknum skoðanakönnunum eru langflestir Íslendingar fylgjandi meiri skógrækt. Stefnumörkun stjórnvalda fellur því vel að vilja fólksins í þessum efnum. Fólk getur lagst gegn skógrækt af ýmsum ástæðum, en skortur á markmiðum, stefnu eða skipulagi skógræktar er ekki meðal þeirra.

Skylt efni: Skógrækt

Undanþágur búvörulaga og staða bænda
Lesendarýni 16. maí 2024

Undanþágur búvörulaga og staða bænda

Ágætu bændur. Rétt fyrir páska voru samþykktar á Alþingi breytingar á búvörulögu...

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf
Lesendarýni 10. maí 2024

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf

Með vorinu vaknar náttúran til lífs enn á ný og fólk flykkist út til að njóta he...

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði
Lesendarýni 9. maí 2024

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði

Þann 1. júní nk. fara fram forsetakosningar og ljóst að kjósendur geta valið á m...

Skattaívilnanir í skógrækt
Lesendarýni 8. maí 2024

Skattaívilnanir í skógrækt

Í marsmánuði var hin árlega fagráðstefna Skógræktar á Íslandi haldin.

Dásamlega íslenska sveitin
Lesendarýni 6. maí 2024

Dásamlega íslenska sveitin

Þegar maður kemst á miðjan aldur, þá staldrar maður aðeins við og veltir fyrir s...

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...