Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýkjörin stjórn og varastjórn Samtaka ungra bænda f.v.: Logi Jökulsson, Ísak Jökulsson, Þuríður Lilja Valtýsdóttir, Mikael Jens Halldórsson, Helga Rún Steinarsdóttir, Sigurður S. Ásberg Sigurjónsson og Steinþór Logi Arnarsson.
Nýkjörin stjórn og varastjórn Samtaka ungra bænda f.v.: Logi Jökulsson, Ísak Jökulsson, Þuríður Lilja Valtýsdóttir, Mikael Jens Halldórsson, Helga Rún Steinarsdóttir, Sigurður S. Ásberg Sigurjónsson og Steinþór Logi Arnarsson.
Lesendarýni 13. febrúar 2024

Stefna ungra bænda mörkuð

Höfundur: Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda.

Aðalfundur Samtaka ungra bænda (SUB) var haldinn þann 13. janúar síðastliðinn á Hótel Dyrhólaey.

Á fundinum voru á fjórða tug félaga úr samtökunum víðs vegar af landinu en landshlutafélögin fjögur sem standa að baki SUB senda hvert sína fulltrúa á fundinn. Samhljómur var á fundinum um að starf SUB á síðastliðnu ári hefði eflst til muna með áberandi hagsmunastarfi, sérstaklega á síðari hluta ársins, sem hafi endurspeglað tilgang og hlutverk samtakanna. Það er til mikils að vinna að starf SUB haldi áfram á þessari braut en til þess að svo verði er lagt upp með að tekjugrunnur samtakanna verði styrktur verulega. Með því verði hægt að auka virkni og sýnileika samtakanna með meira svigrúmi til sérstakra verkefna. Þannig megi hámarka tilætlaðan árangur, landbúnaði öllum og þjóð til hagsbóta og framfara.

Á fundinum var kosið í stjórn og varastjórn Samtaka ungra bænda en kosið er til tveggja ára í senn. Aðeins Sunna Þórarinsdóttir var á miðju kjörtímabili og var því kosið um alla aðra meðlimi stjórnar og varastjórnar. Steinþór Logi Arnarsson var endurkjörinn formaður SUB en hann hefur sinnt því hlutverki síðastliðin tvö ár. Ísak Jökulsson var endurkjörinn í stjórn en Þuríður Lilja Valtýsdóttir og Jónas Davíð Jónasson létu af stjórnarstörfum og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Í stað þeirra komu inn í stjórn Helga Rún Steinarsdóttir og Sigurður S. Ásberg Sigurjónsson. Í varastjórn voru kjörin þau Logi Jökulsson, Mikael Jens Halldórsson og Þuríður Lilja Valtýsdóttir.

Að vanda var ásamt hefð­bundnum aðalfundarstörfum mikil málefnavinna unnin en hún á upphaf sitt að rekja til málefnavinnu í landshlutafélögunum sem á sér stað fyrir aðalfund SUB. Meðal helstu málefna á fundinum voru mikilvægi nýliðunar með hvata á borð við skattaívilnanir og bættar fjármögnunarleiðir við kynslóðaskipti og í landbúnaði almennt. Fundurinn taldi verulega brýnt að endurskoða tollasamninga og samræma kröfur milli innfluttra matvæla og þeirra matvæla sem framleidd eru hérlendis og um leið bæta rekjanleika. Nokkur umræða skapaðist um mótmæli bænda með hliðsjón af mótmælum evrópskra bænda en fundurinn mæltist til þess að skoðuð yrði stofnun verkfallssjóðs kæmi til slíkra aðstæðna hérlendis. Þá var snert á málefnum er varða andlega heilsu bænda og mikilvægi verkefnisins „Bændageðs“ tíundað. Sóknarfæri landbúnaðar voru kortlögð en meðal annars er talinn mikill fengur í aukinni kynningu á landbúnaði og er stefnt að því að endurvekja framhaldsskólakynningar um landbúnað á vegum SUB. Samhliða þessum og fleiri málum var stefnumótun Samtaka ungra bænda einnig endurskoðuð.

Forysta Samtaka ungra bænda fékk gott veganesti inn í komandi starfsár af aðalfundinum á Hótel Dyrhólaey. Ljóst er að krefjandi en spennandi tímar eru fram undan þar sem leitast verður við að efla íslenskan landbúnað enda þyki það augljóst að til mikils sé að vinna og miklu að tapa um leið takist það ekki. Áþreifanlegur vilji er hjá þeim sem sóttu fundinn og ungum bændum almennt að vera í fararbroddi við að finna leiðir og lausnir við mörgum af stærstu áskorunum okkar samtíma með sjálfbærni í sinni víðustu mynd að vopni, landi okkar og þjóð til heilla.

Skylt efni: Samtök ungra bænda

Samdráttur í kartöfluuppskeru
Lesendarýni 22. apríl 2025

Samdráttur í kartöfluuppskeru

Hagstofa Íslands sló upp á forsíðu sinni nýlega að kartöfluppskeran 2024 hefði v...

Matvöruverðbólga – af hverju hækkaði matvælaverð mismikið milli landa?
Lesendarýni 15. apríl 2025

Matvöruverðbólga – af hverju hækkaði matvælaverð mismikið milli landa?

Á árunum 2021 til 2025 hækkaði matvælaverð í Evrópu víða verulega.

Innflutningur á erlendu kúakyni til mjólkurframleiðslu
Lesendarýni 14. apríl 2025

Innflutningur á erlendu kúakyni til mjólkurframleiðslu

Í kjölfar umræðu um innflutning á erlendu kúakyni til mjólkurfram - leiðslu vill...

Táknmynd Íslands
Lesendarýni 2. apríl 2025

Táknmynd Íslands

Hver skyldi myndin vera sem kemur upp í huga flestra útlendinga þegar Ísland er ...

Hringrásargarðar á Íslandi
Lesendarýni 1. apríl 2025

Hringrásargarðar á Íslandi

Hugmyndin um hringrásargarða hefur rutt sér til rúms sem leið að vistvænni iðnþr...

Tilhæfulaus fyrirgangur
Lesendarýni 27. mars 2025

Tilhæfulaus fyrirgangur

Að undanförnu hefur mikill fyrirgangur verið vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjór...

Vandi bænda í ESB
Lesendarýni 25. mars 2025

Vandi bænda í ESB

Landbúnaður í Evrópusambandinu stendur frammi fyrir miklum áskorunum sem ógna bæ...

Myglufaraldur í húsum
Lesendarýni 19. mars 2025

Myglufaraldur í húsum

Fréttir berast reglulega um myglu í húsum, jafnvel svo útbreidda, að rífa þurfi ...