Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vangaveltur
Mynd / Bbl
Lesendarýni 22. september 2020

Vangaveltur

Höfundur: Gunnar Þórisson

Eftir áramótin kom frétt um að ekki hefði tekist að innheimta umferðarlagabrotasektir af útlendingum, þetta er ótrúlega há upphæð.

Hún hefði komið sér vel í dag. Ég hef upplýsingar um að sektarkröfur hafa verið komnar til Íslands frá Þýskalandi og Ítalíu á undan þeim er af sér braut. Einnig hafa Íslendingar á ferð erlendis orðið að setja tímabundna tryggingu fyrir svona uppákomum. Það mætti halda að hér á landi væru starfshættir svo gamaldags að allt væri handskrifað og sent með sjópósti. Hvað á maður að halda? Tækni dagsins í dag segir mér að eitthvað sé öðruvísi hér en erlendis.

Ester Rut Unnsteinsdóttir fór norður í friðlandið á útmánuði til að hlusta á góuvælið í tófunum og uppgötvaði að fullorðnir refir grafa ekki feng sinn við nefið á öðrum. Úr því að sendur er leiðangur til að hlusta á góuvælið ætti embætti umhverfis að senda út leiðangur til að kanna ástand mófuglastofna vítt um land og láta kanna ástand minkastofnsins.

Nú kom í ljós við könnun Bændablaðsins að krafan um endurheimt votlendis er byggð á grunni sem ábyrgir aðilar myndu ekki samþykkja. Það hefði verið hollt fyrir starfsmenn umhverfisráðuneytisins að kynna sér hvað náttúran er búin að fylla upp sjálf af skurðum t.d. meðfram þjóðvegunum.

Nú í vetur hefði verið tækifæri til að sjá hvernig úrkoman varð að snjó í vissri hæð og jók þar með hættu á snjóflóðum eins og á Flateyri. Það er ekki til fyrirmyndar að rukka inn fé í nafni lífsnauðsynlegs málefnis en láta hluta fjármagnsins í eitthvað annað. Vonandi kemur fjármagnið snarlega tilbaka því það er bráðari þörf á snjóflóðavörnum en t.d. hálendisþjóðgarði.

Umhverfisráðherra ætti að einbeita sér að því að verja landið fyrir þeirri óværu sem laumast með í blómapottum og óhreinum bílum og skoða hvernig Ástralir og Nýsjálendingar verja löndin sín. Kolefnisspor 280 tonna af mold er líklega ekki til að tala um í viðbót við allt annað sem ekki þarf að flytja inn.

Meðan Þorgerður Katrín var landbúnaðarráðherra hafði hún borgarbörn í þjónustu sinni. Hún hældi þeim mikið á aðalfundi L.S.

Ef þessi borgarbörn eru enn starfskraftar landbúnaðarráðuneytisins undrar mig ekki á ýmsu er frá þeim stað kemur eins og gerðist í Katrínar tíð.

Kristján Þ.J. hlýtur að hafa þekkingu á sóttvörnum eftir veru sína í heilbrigðisráðuneytinu og þar með átta sig á alvarleika þess að draga úr viðhaldi sauðfjárveikivarnalína.

Matvælastofnun er áreiðanlega í fjárhagskröggum eftir dóminn og sektina í sambandi við kjötbökuna og fleiri sektir, það er hastarlegt ef þau vinnubrögð eiga að bitna á sauðfjárbændum. Nú skulu erlend vottorð gilda að mestu svo það léttir á MAST fjárhagslega og vinnulega. Íslendingar hafa í gegnum tíðina fengið að kenna á því að gagnrýna ekki erlend vottorð. Þau eru mjög oft miðuð við annað umhverfi en hér er.

Frumvarp er í smíðum er mun leyfa að sauðfé sé ómarkað með eingöngu plötu til aðgreiningar. Að þessu hljóta að standa aðilar sem hafa mjög litla eða enga þekkingu eða reynslu af sauðfé og þekkja ekki sneitt frá stýft hvað þá meira. Því stærri sem platan er því meiri hætta er á að hún rifni úr eyranu. Þeir sem koma með svona hugmynd hljóta að vera ungbörn sem lesa bara tölur í réttum á haustin. Stjórn L.S. hlýtur að taka hraustlega á svona rugli.

Landgræðslustjóri vill setja allt sauðfé í heimahólf. Sennilega er honum ekki sjálfrátt eða ráðgjafar hans vita ekki hvað kostar að girða km og enn síður hvað viðhald er og kostnaður yrði mörgum ofviða ekki síður en sauðfjárveikivörnum.

Eitt og annað vekur athygli eins og öll flötu þökin á nýbyggingunum. Ég veit að vatn sækir niður í móti og það er tilfellið með húsnæðið sem heilbrigðiskerfið getur ekki notað því vatninu nægði ekki að fara niður á efstu hæðina heldur hélt áfram niður á næstu hæð. Hver er ábyrgur? Ég hélt að þetta byggingarlag hentaði ekki nema þar sem rignir bara kannski einu sinni á ári en ekki hér á landi. Myglu í yngri húsum er vert að kanna. Það er mikill kostnaður að endurbyggja hús og mygla er slæm fyrir heilsuna.

Það er margt sem mér finnst að
margur um slíkt ræðir.
Sýnist öðrum sitt um það
sérlega ef hann græðir

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...