Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur bógkreppu í sauðfé, sem virðist bundinn við íslenska sauðfjárstofninn.
Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur bógkreppu í sauðfé, sem virðist bundinn við íslenska sauðfjárstofninn.
Á fagfundi sauðfjárræktarinnar 2023, sem haldinn var á Hvanneyri á dögunum, kynnti Sæmundur Sveinsson frá Matís verkefni sem felst í leit að erfðaþáttum bógkreppu – en í máli hans kom fram að erfðapróf væri í sjónmáli sem verður hægt að nýta til að finna arfbera.
Sterkur grunur er um að sæðingahrúturinn Viðar 17-844 frá Bergsstöðum dreifi frá sér erfðagallanum bógkreppu.