Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur bógkreppu í sauðfé, sem virðist bundinn við íslenska sauðfjárstofninn.

Frá 2021 hefur staðið yfir samvinnuverkefni um bógkreppurannsóknir milli Matís, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) og Tilraunastöðvarinnar að Keldum. Samkvæmt greinargerð um stöðu rannsóknanna frá Eyþóri Einarssyni frá RML, Sæmundi Sveinssyni frá Matís og Charlottu Oddsdóttur á Tilraunastöðinni á Keldum hefur góður árangur náðst á þessum tíma í öflun þekkingar um erfðagallann. Hvetja þau bændur til að hjálpa til við rannsóknirnar með því að láta vita af þeim bógkreppulömbum sem fæðast og leggja til sýni úr þeim og foreldrum þeirra.

Ekki eru til nákvæmar tölur yfir fjölda lamba sem fæðast með gallann, en Eyþór segir að á flestum búum finnist hann ekki. Á nokkrum búum hafi þetta hins vegar verið vandamál þar sem nokkur lömb fæðist árlega, þrátt fyrir að reynt hafi verið að útrýma honum. Þar sem gallinn þurfi að koma frá báðum foreldrum geti hann legið niðri í einhvern tíma þar til genin parist saman.

Hrútar með erfðagallann hafa farið á stöðvar

Samkvæmt greinargerðinni benda allar rannsóknir til að um víkjandi galla í einu geni sé að ræða. Helstu einkenni bógkreppu eru stuttir, snúnir og/eða skekktir framfætur, sem margt bendir til að komi til vegna þess að uppfótarbein eru stutt og samanrekin og liðfletir skakkir. Erfiðlega hefur gengið að losna við gallann úr hjörðum hér á landi og nokkur dæmi þess gegnum árin að hrútar hafi valist inn á sæðingastöðvarnar sem reynast arfberar.

Markmið verkefnisins er að kortleggja svæðið í erfðamenginu sem veldur bógkreppu, lýsa meinafræði gallans og þróa erfðapróf sem hægt er að nýta til að finna arfblendna einstaklinga í hjörðum.

Stakur breytileiki fannst ekki

Á fyrri stigum verkefnisins fundust tengsl milli setraðar í erfðamengi bógkreppulamba og foreldra þeirra sem virtist í fyrstu vera hægt að nýta til að greina arfblendna einstaklinga.

Stakur erfðabreytileiki fannst hins vegar ekki sem hægt væri að nýta í þróun á einföldu erfðaprófi. Hins vegar fundust 236 erfðabreytileikar í bógkreppulömbum á því svæði sem setröðin nær yfir og standa vonir til að það muni skila bættu setraðaprófi sem geti greint arfbera bógkreppu með að minnsta kosti 95 prósenta öryggi.

Kallað eftir sýnum

Í greinargerðinni segir að mikilvægt sé fyrir aðstandendur verkefnisins að prófa virkni nýja setraðaprófsins og því sé kallað eftir frekari sýnum og upplýsingum frá bændum. Sýnið þarf að vera flipi eða vefjabútur úr eyra. Það er því í lagi að nota sýnatökubúnaðinn sem flestir nota nú þegar við sýnatökur vegna riðuarfgerðargreininga. Einnig má nota annan búnað sem tekur sýni úr eyrum. Sýnin er svo best að geyma í ísskáp þar til þau eru send en þau skulu berast til Eyþórs Einarssonar, Borgarsíðu 8, 550 Sauðárkróki.

Æskilegt er að myndir séu teknar af þeim bógkreppulömbum sem sýni eru tekin úr. Greiningar á þessum sýnum verða bændum að kostnaðarlausu. Einnig er óskað eftir nokkrum heilum hræjum af bógkreppulömbum til krufningar og vefjasýnatöku, en hræin mega ekki hafa frosið. Bógkreppulömb er best að senda á Keldur í samráði við Charlottu Oddsdóttur (charlotta@ hi.is).

Þá verður í boði fyrir bændur að fá greind sýni úr gripum sem bændur vilja athuga hvort séu arfberar. Sérstaklega eru bændur hvattir til að taka úr afkvæmum Viðars 17-844 og hrútum sem þeir gruna að gætu borið gallann. Sama gildir um þau og sýni úr bógkreppugripum, best að senda þau á Eyþór á Sauðárkróki.

Sex stöðvahrútar gætu verið arfberar

Í greinargerðinni kemur fram að vegna þróunar á erfðaprófinu væri búið að greina sýni úr rúmlega 80 sæðingastöðvahrútum. Greiningarnar hafi hins vegar komið það seint að ekki var hægt að nýta þær vegna vals á hrútum inn á stöðvarnar. „Af þessum hrútum eru sex stöðvahrútar sem virðast ekki standast prófið og gefa niðurstöður til kynna að þeir gætu verið arfberar,“ segir í greinargerðinni.

„Þetta eru hrútarnir Mávur 15-990, Angi 18-882, Alli 19-885, Austri 20-892, Fjalli 17-861 og Bolti 23-932. Aðstandendum verkefnisins er þó ekki kunnugt um að nein bógkreppulömb hafi komið undan þessum hrútum og ekki vitað til að þeir hafi náin tengsl við þekkta bógkreppugjafa. Teljum við því að um falskar niðurstöður sé að ræða þar til óvíkjandi sönnun fæst um annað. Eini hrúturinn í þessum hópi sem enn á engin afkvæmi er Bolti 23-932 en ekki er vitað um að hann hafi ættartengsl við þekkta bógkreppugjafa. Sem áður er mikilvægt að fá upplýsingar um öll bógkreppulömb, sérstaklega undan sæðingahrútunum,“ segir enn fremur í greinargerðinni.

Skylt efni: bógkreppa

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla
Fréttir 15. nóvember 2024

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla

Frá því í haust hefur nemendum Kirkjubæjarskóla verið óheimilt að vera með snjal...

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal
Fréttir 15. nóvember 2024

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal

Ræktunarstöð fyrir lerkitegundina Hrym hefur verið stofnsett í Búðardal þar sem ...

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...