Burnirótarbúskapur í Skagafirði
Burnirót nýtur mikilla vinsælda sem heilsujurt og ofnýting hennar hefur orðið til þess að hún var nýlega sett á válista CITES. Í Skagafirði hafa hjónin María Eymundsdóttir og Pálmi Jónsson hafið skipulagða ræktun þessarar merkilegu plöntu til framleiðslu, villtu plöntunum til varnar.