Foreldragreiningar í sauðfé gagnast helst í baráttunni gegn arfgengum sauðfjársjúkdómum
Í ágúst síðastliðnum var gefin út skýrsla hjá Matís, þar sem lýst var þróun á aðferð til foreldragreininga í íslensku sauðfé. Um sameindaerfðafræðilega aðferð er að ræða sem Matís hefur boðið upp á fyrir nautgripa-, hunda- og hrossarækt – en hingað til ekki í sauðfjárrækt.