Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sæmundur Sveinsson, fagstjóri erfðarannsókna hjá Matís.
Sæmundur Sveinsson, fagstjóri erfðarannsókna hjá Matís.
Mynd / smh
Fréttir 27. september 2021

Foreldragreiningar í sauðfé gagnast helst í baráttunni gegn arfgengum sauðfjársjúkdómum

Höfundur: smh

Í ágúst síðastliðnum var gefin út skýrsla hjá Matís, þar sem lýst var þróun á aðferð til foreldragreininga í íslensku sauðfé. Um sameindaerfðafræðilega aðferð er að ræða sem Matís hefur boðið upp á fyrir nautgripa-, hunda- og hrossarækt – en hingað til ekki í sauðfjárrækt.

Sæmundur Sveinsson, fagstjóri erfðarannsókna hjá Matís, hefur stýrt þróunarvinnunni ásamt Eyþóri Einarssyni, sauðfjárræktarráðunauti hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. „Eyþór kom með þessa hugmynd til okkar, aðallega vegna vandamála varðandi arfgenga sauðfjársjúkdóma – æskilegt að slíkt tól væri til staðar í sauðfjárræktinni. Til dæmis ef vaknar grunur um að það komi erfðagallar frá sæðingastöðvahrúti og sá grunur byggir á einu afkvæmi, þá er mikilvægt að geta staðfest að ætternið sé örugglega rétt. Eins gefur þetta möguleika á að að allir hrútar sem fara á sæðingastöð séu ætternisgreindir. Þá má nefna að alltaf koma annað slagið fyrirspurnir frá bændum sem vantar að geta skorið sé úr um ætterni gripa og því kærkomið að geta nú veitt þessa þjónustu,“ segir Sæmundur.

Verkefni fór af stað snemma á síðasta ári, en það hlaut styrk úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins. „Það gekk í rauninni út á að prófa hvort 17 valin erfðamörk virkuðu til foreldragreininga, en við vorum með 514 kindur til rannsóknar, þar af 378 kindur sem beinlínis voru nýttar til eiginlegra foreldragreininga,“ segir Sæmundur. Hann bætir við að aðferðin hafi einnig verið prófuð á forystufé, þar sem aðferðin hafi einnig sannað sig.

Aukinn áhugi í hundagreiningum

Ferlið virkar þannig að sögn Sæmund­ar, að það eru tekin stroksýni úr sauðfénu og þau greind með svokallaðri PCR-aðferð, sem margir vita núna út á hvað gengur. Þannig eru erfðamörkin mögnuð upp, sem svo eru notuð til að skera úr um erfðafræðilegan uppruna. „Í dag greinum við talsvert af hrossum, nálægt þúsund hross á ári, enda er krafa í hrossaræktinni að öll hross sem koma til kynbótadóms skulu vera DNA greind. Það er alltaf eitthvað af nautgripum sem við greinum, sem hefur þó farið minnkandi, og við greinum dálítið af hundum þar sem við finnum fyrir auknum áhuga.“

Fækkað alvarlegum erfðagöllum

Sæmundur segir að bundnar séu vonir við að með þessu greiningartóli verði markvisst hægt að fækka alvarlegum erfðagöllum í sauðfé, eins til dæmis þeim sem veldur bógkreppu – sem er sjúkdómur sem veldur vansköpun í þroskun útlima á lömbum. „Nýhafið verkefni, sem er afurð foreldragreiningaverkefnisins, nýtist beint inn í leitina að erfðaþáttum bógkreppu. Þetta verkefni er styrkt af fagráði í sauðfjárrækt og er leitt af Charlottu Oddsdóttur, dýralækni á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum. Í því verkefni er markmiðið að finna erfðaþátt sem veldur gallanum. Ef vel tekst til verður útkoma bógkreppuverkefnisins erfðamark sem hægt verður að nýta að útrýma gallanum í íslensku sauðfé. Við Eyþór verðum einnig með í því verkefni.“

Í niðurstöðum skýrslunnar er þess getið að ættfærslur langflestra einstaklinga sem voru skoðaðir hafi verið réttar. Því sé ekki ástæða til að ætla annað en að ættfærslur í Fjárvís séu yfirleitt rétt skráðar. Þó sé ekki hægt að fullyrða um ættskráningar almennt úr frá þessu verkefni þar sem notuð hafi verið sýni út frá völdum búum.

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla
Fréttir 15. nóvember 2024

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla

Frá því í haust hefur nemendum Kirkjubæjarskóla verið óheimilt að vera með snjal...

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal
Fréttir 15. nóvember 2024

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal

Ræktunarstöð fyrir lerkitegundina Hrym hefur verið stofnsett í Búðardal þar sem ...

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...