Friðlandið í Flatey tvöfaldað
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra undirritaði nýlega auglýsingu um stækkun friðlandsins í Flatey en í Flatey hefur um langt skeið verið náið samspil manns og náttúru þar sem nýting náttúruauðlinda hefur farið fram með sjálfbærni að leiðarljósi. Þá er eyjan vinsæll ferðamannastaður.